HönnunarMars : IHANNA HOME

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

IHANNA HOME er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem eru í senn gagnlegar og fallegar á öllum heimilum. Innblásturinnn kemur úr okkar nær umhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman.

GRAVITY

Kertastjaka- og vasasería. Gravity fjallar um efnismassa sem er á ferðalagi í gegnum lítið gat og breytir um lögun á mismunandi tíma og stað í ferlinu. Þetta er þríleikur. Í fyrsta stykkinu, kertastjakanum þá er meirihluti efnismassans fyrir ofan gatið, í öðru stykkinu, vasanum er efnismassinn jafn mikil fyrir ofan og neðan gat, í þriðja stykkinu, vasanum er efnismassinn meiri fyrir neðan gatið.

 

HAILSTORM

Munstrið Hailstorm er hannað fyrir japanskt fyrirtæki sem heitir Scandinavian Pattern Collection. Þar var unnið með hluti sem notaðir eru við japanskt “tea ceremony”, þ.e. bolli, skál og diskur úr Hasahi postulíni, blævængur og Kaishi pappír sem er notaður með sætindunum í te athöfninni. Hlutirnir voru svo sýndir á nokkrum sýningum í Japan og fjöldramleiddir og seldir þar í landi.

 

FEATHERS

mynstrið er nýtt og nýjar vörur sem falla undir það eru viskustykki og servíettur sem verður fáanlegt hvort í sínu lagi en einnig sem gjafasett.

 

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars