Epal Gallerí : Kjartan Sveinsson – Íslenzk blokk

In Epal Gallery, 5th year architecture students at the Iceland Academy of the Arts are showing the results of a mapping of Kjartan Sveinsson’s work.

KJARTAN SVEINSSON: ICELANDIC BLOCK

The exhibition will feature the results of students’ mapping of the work of Kjartan Sveinsson (1926-2014). Emphasis has been placed on understanding Kjartan’s apartment buildings, and the exhibition will feature models and drawings of selected buildings in the capital area.

Between the 1960s and the 1990s, nearly 10,000 apartments in apartment buildings were built by Kjartan. This is such a significant contribution to the built environment in this country that it cannot be ignored. The works were highly controversial during Kjartan’s lifetime, but now it is time for a reassessment.

Photographer: Laufey Jakobsdóttir

Takmarkað upplag! PH 2/1 Dusty Terracotta

Louis Poulsen kynnir PH 2/1 borðlampann eftir Poul Henningsen nú í glæsilegri Dusty Terracotta útgáfu í takmörkuðu upplagi. Lampinn er smágerð útgáfa af klassíska borðlampanum með með munnblásnum glerskermi úr fjögurra laga lituðu gleri og lampafæti úr kopar sem fengið hefur á sig fallega áferð með tímanum.

PH 2/1 Dusty Terracotta verður aðeins fáanlegur frá 1. október til 31. desember 2024. Forsalan er hafin, tryggðu þér eintak með því að smella á þennan hlekk.

PH 2/1 Dusty Terracotta

RE·ESSENCE, frá dufti í handsápu

Nýtt vörumerki í Epal! RE·ESSENCEfrá dufti í handsápu

RE·ESSENCE sápurnar samanstanda af litlum áfyllingum af handsápudufti ásamt margnota handsápuskammtara úr gleri.

Vissir þú að handsápur innihalda allt að 90% vatn? Afhverju ekki að bæta því við heima? 

Eftir 2,5 ára þróun varð hugmynd þeirra Cathrine og Henriette, danskra frumkvöðlavinkvenna að veruleika með stofnun vörumerkisins RE·ESSENCE, sem knúið er áfram af ástríðu þeirra fyrir umhverfinu og þeirri trú að jafnvel litlar breytingar á daglegum venjum okkar geti haft mikil áhrif á jörðina.

RE·ESSENCE sem nýlega var kynnt til sögunnar hefur það markmið að sameina vandaða norræna hönnun og á sama tíma að draga úr notkun á einnota plasti og draga úr losun koltvísýrings um 92% enda vörurnar margfalt léttari í flutningi.

Með aðeins 27 grömmum af duftinu færð þú 340 ml af lúxushandápu. Settið inniheldur 2 áfyllingar, glerflösku og trekt. Hægt er að velja um þrjá mismunandi gerðir, Lemongrass/Rosemary/Ceedar Wood, Lavender/Pine Needle sem lykta dásamlega ásamt lyktarlausu sápudufti.

RE·ESSENCE er frábært danskt vörumerki sem við erum spennt að kynna fyrir ykkur nánar og fylgjast með vörumerkinu vaxa og dafna.

Skoðaðu úrvalið í vefverslun Epal.is 

     

Halló rútína!

Þú finnur úrval af allskyns skóla og nestisvörum í verslunum okkar, má þar nefna vandaðar stílabækur og ritföng, nestisbox og drykkjarmál í úrvali, skipulagsvörur og fleira. Skoðaðu úrvalið í vefverslun okkar eða kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni, Kringlunni, Smáralind og á Laugavegi 7.

 

 

Pedestal – smart lausn fyrir sjónvarpið

Ekki missa af mínútu af þínu uppáhalds sjónvarpsefni með Pedestal sjónvarpsstandi. Pedestal er danskt hönnunarmerki stofnað árið 2020 og framleiðir einfaldar og smart lausnir fyrir sjónvörp. Uppröðun stofunnar á heimilinu ræðst oft af því hvar sjónvarpið er vegghengt, en það þarf ekki að vera þannig, Pedestal sjónvarpsstandinn er hægt að færa fram og tilbaka eftir þörfum sem gerir stofuna sveigjanlegri en með vegghengdu sjónvarpi. Kynntu þér úrvalið frá Pedestal í vefverslun Epal.is

Pedestal smart lausn fyrir sjónvarpið Pedestal smart lausn fyrir sjónvarpið Pedestal smart lausn fyrir sjónvarpiðpe

Epal Gallerí – Jörð, endurvakning íslenska leirsins

Verið velkomin á sýninguna ‘JÖRÐ’ í Epal Gallerí á Laugavegi 7 (kjallaranum í Epal verslun).

Ingibjörg Torfadóttir ljósmyndari ákvað eftir tvö leirrennslunámskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík að skrá sig í diplómanám í keramik hjá sama skóla. Strax í upphafi kviknaði mikill áhugi á íslenska leirnum og eiginleikum hans en margir telja hann vera ónothæfan vegna þess hversu ung jarðsaga Íslands er. Íslenskur leir þolir yfirleitt ekki háa brennslu, bráðnar gjarnan og er því tilvalinn í glerunga. Þetta vakti mikinn áhuga hjá Ingibjörgu enda var íslenskur leir mikið notaður á Íslandi áður fyrr þegar innflutningur á leir var bannaður. Ingibjörg lagði því af stað í stórt rannsóknarferðalag þar sem hún safnaði leir frá Borgarfirði Eystra til að sjá hversu sterkur hann væri og hvort hann gæti í raun þolað hábrennslu án þess að bráðna.

Á sýningunni má sjá afrakstur rannsóknarinnar ásamt öðrum leirmunum úr steinleir og postulíni sem Ingibjörg bjó til í námi sínu við Myndlistaskólann í Reykjavík. Ásamt keramikmunum sýnir Ingibjörg einnig ljósmyndir en þær eru allar frá þeim töfrandi stað, Borgarfirði Eystra.

Til að fylgja Ingibjörgu á instagram smelltu þá HÉR

Sýningin er frá 4. – 25. júní og er opin frá 10-19 mánudaga – föstudaga, 10-18 laugardaga og 11-18 á sunnudögum.

Við hvetjum alla eindregið til að mæta, sjón er sögu ríkari!

 

Nýtt frá Design House Stockholm – Birds 1967

Fuglanir hennar Lisu Larson (1931-2024), sem var einn þekktasti og ástsælasti hönnuður Svíþjóðar, höfðu hreiðrað um sig í sumarhúsi hennar frá árinu 1967 sökum þess hve erfitt reyndist að framleiða þá. Næstum því gleymdir ásamt svo mörgum öðrum gimsteinum eftir þessa virtu listakonu sem skapaði list í yfir sjö áratugi.

Nú hafa fuglarnir verið endurvaktir og fá að leika frjálsir eftir að Design House Stockholm hóf framleiðslu á þessum líflegu fuglum sem innblásnir eru af blómlegu tímabilinu í kringum lok sjöunda áratugarins. Birds 1967, fuglarnir eftir Lisu Larsson eru mættir í Epal.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is

Heimsókn frá Vipp og afsláttur dagana 23. – 25. maí

Dagana 23. – 25. maí fáum við til okkar sérfræðing frá Vipp og í tilefni þess bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Vipp í Epal Skeifunni.
Vipp á sögu sína að rekja allt til ársins 1939 þegar að danskur maður að nafni Holger Nielsen hannaði ruslafötuna frægu fyrir hárgreiðslustofu eiginkonu sinnar. Vipp ruslafatan er klassísk hönnun sem ennþá nýtur gífurlegra vinsælda um heim allan. Vöruúrval Vipp hefur þó stækkað töluvert síðan þá og í dag er þessi danski hönnunarframleiðandi einnig þekktur fyrir glæsileg og vönduð húsgögn, ljós, einstakar eldhúseiningar ásamt þekktu baðherbergislínunni.