




























Það er ekki oft sem að maður sér hringlaga hníf en Chop knife sem kemur frá Normann Copenhagen er skemmtilegur hnífur sem er mjög auðveldur í notkun.


Hnífurinn kemur í nokkrum litum og er flottur í hvaða eldhúsi sem er!


KORA eru íslenskir handunnir skartgripir hannaðir af Hildi Hafstein. Þeir eru unnir úr náttúrulegum orkusteinum og sterling silfri ásamt viðarperlum og endurunnu gömlu skarti. Steinarnir eru allir uppbyggjandi fyrir líkama og sál og gripirnir eru nærandi fyrir augu og anda.
Armböndin koma virkilega vel út mörg saman.




Þessir fallegu skartgripir eru innblásnir af búddískum malaböndum, menningu sígauna og tíðaranda blómabarnanna svo eitthvað sé nefnt og rennur hluti söluverðs skartgripanna til samtakanna Sól í Togo.