Tulipop : íslensk hönnun

Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir reka saman hönnunar fyrirtækið Tulipop. Signý sér um að hanna vörurnar en Helga sér um viðskiptahlið fyrirtækisins.

Það er erfitt annað en að falla fyrir litríkum og krúttlegum fígúrunum í Tulipop ævintýraheiminum, en þar á hver fígúra sitt nafn og sinn eigin hugarheim. Tulipop framleiðir meðal annars fallegar minnisbækur, gjafakort, veggspjöld og nýlega kom á markað fallega myndskreyttar buddur sem nú fást hjá Epal.

Signý sem er útskrifaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands var nýlega nefnd sem ein af mest spennandi myndskreyturum heims af Taschen.

Tulipop buddurnar eru meðal annars flottar undir snyrtidótið og munu einnig án efa slá í gegn hjá yngri kynslóðinni.

Flott hönnun hér á ferð!

grænt grænt grænt er grasið út í haga

Þessi fallegi blómavasi kemur frá Normann Copenhagen og var hannaður í samstarfi við keramikhönnuðina Claydies.
Grass vasinn er fyrir öll fallegu sumarblómin sem við oftast horfum framhjá í okkar daglega lífi, blómin sem vaxa í grasinu útí garði eiga fullkomnlega heima þarna.
Hver vasi er handgerður og kemur hann í þremur stærðum og er hann líka fallegur einn og sér, eins og lítill skúlptúr.

Skandinavísk klassík: Kaj Bojesen

Hinn danski Kaj Bojesen hannaði Apann árið 1951, í raun hannaði Bojesen heilann dýragarð en Apinn hefur notið mestu vinsældanna í gegnum árin bæði hjá fullorðnum og börnum.

Kaj Bojesen var silfusmiður og lærði hann hjá hinum eina sanna Georg Jensen, hann heillaðist ungur að eiginleikum viðsins og hannaði hann einnig klassísku viðarhermennina sem sjá má víða í Danmörku.

Dýrin hans Kaj Bojesen hafa slegið í gegn um alla Skandinavíu og er Apinn til sölu hjá Epal.

Skandinavísk klassík: Kaj Bojesen

Hinn danski Kaj Bojesen hannaði Apann árið 1951, í raun hannaði Bojesen heilann dýragarð en Apinn hefur notið mestu vinsældanna í gegnum árin bæði hjá fullorðnum og börnum.

Kaj Bojesen var silfusmiður og lærði hann hjá hinum eina sanna Georg Jensen, hann heillaðist ungur að eiginleikum viðsins og hannaði hann einnig klassísku viðarhermennina sem sjá má víða í Danmörku.

Dýrin hans Kaj Bojesen hafa slegið í gegn um alla Skandinavíu og er Apinn til sölu hjá Epal.

The Beak- fallegur snagi

The Beak er hannaður af hinni dönsku Bodil Vilhelmine Dybvak Pedersen.
Snaginn er mjög sniðugur fyrir skipulag heimilisins hvort sem þarf að hengja upp létta hluti eins og viskustykki eða koma reglu á skóladót barnanna.
Það er meðal annars frábært að nota snagann til að hengja upp leðurstígvél sem annars liggja í krumpu á gólfinu. En það fer töluvert betur með leðrið!

MT skrautlímbönd

Við vorum að fá í hús þessi fallegu japönsku skrautlímbönd frá MT.

Límböndin eru búin til úr hrísgrjónapappír og eru meðal annars mikið notuð í skreytingar innanhúss. MT límböndin koma í mörgum fallegum litum og eru auðveld í notkun, auðvelt er að fjarlægja límböndin og þau skilja ekkert eftir sig.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem að sýna skemmtilega notkunarmöguleika límbandsins.

Hægt er að búa til merkingar og falleg skilaboð fyrir saumaklúbbinn.

Hægt er að fríska uppá gamalt stell.

Hér er búið að búa til fallegt gluggaskraut

 

Jafnvel hægt að gefa IKEA kommóðu nýtt líf.

Gott er að nota límbandið til að hengja upp uppskriftir og minnismiða.

Leyfið ímyndunaraflinu að ráða,