MT skrautlímbönd

Við vorum að fá í hús þessi fallegu japönsku skrautlímbönd frá MT.

Límböndin eru búin til úr hrísgrjónapappír og eru meðal annars mikið notuð í skreytingar innanhúss. MT límböndin koma í mörgum fallegum litum og eru auðveld í notkun, auðvelt er að fjarlægja límböndin og þau skilja ekkert eftir sig.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem að sýna skemmtilega notkunarmöguleika límbandsins.

Hægt er að búa til merkingar og falleg skilaboð fyrir saumaklúbbinn.

Hægt er að fríska uppá gamalt stell.

Hér er búið að búa til fallegt gluggaskraut

 

Jafnvel hægt að gefa IKEA kommóðu nýtt líf.

Gott er að nota límbandið til að hengja upp uppskriftir og minnismiða.

Leyfið ímyndunaraflinu að ráða,