Skandinavísk klassík: Kaj Bojesen

Hinn danski Kaj Bojesen hannaði Apann árið 1951, í raun hannaði Bojesen heilann dýragarð en Apinn hefur notið mestu vinsældanna í gegnum árin bæði hjá fullorðnum og börnum.

Kaj Bojesen var silfusmiður og lærði hann hjá hinum eina sanna Georg Jensen, hann heillaðist ungur að eiginleikum viðsins og hannaði hann einnig klassísku viðarhermennina sem sjá má víða í Danmörku.

Dýrin hans Kaj Bojesen hafa slegið í gegn um alla Skandinavíu og er Apinn til sölu hjá Epal.