Erik Bagger – Magic vase

Magic vase er ný vara frá Erik Bagger, en það er blómavasi sem er í raun tveir vasar í einum. Önnur hlið vasans hentar vel undir blómvendi en hin hliðin undir minni blóm, orkideur í pott eða jafnvel skart.

Erik Bagger er lærður gullsmiður og hefur hann starfað fyrir fyrirtæki á borð við Georg Jensen, Rosendahl og Royal Copenhagen. Erik Bagger hefur mikla reynslu úr bransanum og stofnaði hann fyrirtæki sitt ‘Erik Bagger’ árið 2003 ásamt Frederik Brønnum.

Hönnun Erik Bagger einkennist af lífrænum formum og skandinavískum glæsileika. Hans hönnunarsýn er að hanna klassískar vörur fyrir framtíðina, sem fólk geti enn notið eftir mörg ár.

Söngfuglar Kay Bojesen

Kay Bojesen skapaði mörg af ástkærustu viðarleikföngum sem fylgt hafa mörgum heimilum í áraraðir. Þar má nefna apann og tindáta. Kay hannaði söngfugla um árið 1950 en voru þó aldrei settir í framleiðslu fyrr en nú.

 

 

Ruth, Pop, Otto, Kay, Peter og Sunshine eru fjölskylda af litríkum handmáluðum viðarfuglum sem að hönnunaraðdáendur á öllum aldrei geta notið.

Á heimili Kay í Bella Vista sem hannað var af Arne Jacobsen var garðurinn fullur af marglitum blómum og smáfuglum, það er því enginn spurning hvaðan Kay fékk innblástur í hönnun sína.

 

Létt og leikandi

Á svona sólríkum degi er gaman að skoða myndir af fallegri hönnun, þ.e.a.s ef við þurfum hvort sem er að sitja inni í vinnu fyrir framan tölvu.
Vonandi eigið þið góðann dag í blíðunni.
Louis Ghost stóllinn eftir Philippe Starck
Hálsmen eftir Steinunni Völu
Series 7 eftir Arne Jacobsen
Bourgie lampinn frá Kartell
Fallegt skraut frá Ferm Living, kemur vel út að hengja upp margar saman.
Festivo kertastjakarnir frá Iittala
Karafla og vaggangi glös eftir Kristínu Sigfríði
Ílát frá Iittala
Eggið í hvítu er glæsilegt
No.14 stóllinn eftir Michael Thonet
Fallegur glerhringur í garðinn fyrir smáfuglana frá Eva Solo.

NO.14

Stóll númer 14 er án efa einn frægasti stóll allra tíma. Hannaður af Michael Thonet árið 1859 og er stóllinn eflaust einn af örfáum hlutum sem settir voru í framleiðslu í árdaga iðnbyltingarinnar og er enn þann dag í dag framleiddur óbreyttur og nýtur mikilla vinsældra.
Stóllinn er úr formbeygðum við, hann er léttur og þægilegur og passar hvar sem er.
Oft er stóllinn líka nefndur bar- eða kaffihúsastóllinn, en flest okkar höfum eflaust einhvern tímann setið á einum án þess að gefa stólnum mikinn gaum.
Barnaútgáfa af stólnum
Barútgáfan er örlítið hærri
Tímalaus klassík og fæst í Epal.

Smári eftir Pétur B. Lúthersson

Pétur B. Lúthersson er húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt. Hann hefur árum saman fengist við hönnun á húsgögnum og öðrum nytjahlutum. Hann hannaði meðal annars STACCO stólinn sem hefur verið á markaði yfir í 30 ár og verið seldur í yfir 200.000 eintökum.

 

Pétur hefur hlotið margar hönnunarviðurkenningar fyrir hönnun sína og nýlega kom á markað sófinn Smári, hannaður af Pétri og framleiddur af Bólstursmiðjunni. Smári, er einnig fáanlegur sem stóll, 2ja sæta og 3ja sæta og fæst í Epal.

Við slógum á þráðinn til Péturs og spurðum hann út í hönnunina.

Segðu okkur aðeins frá Smára? Smári er hugsaður bæði fyrir stofnanir jafnt sem heimili. Lagið á þeim er þannig að hægt er að raða þeim saman á mismunandi máta og henta þeir því vel til dæmis í móttöku á hóteli og aðrar biðstofur.

Hægt er að velja áklæði og lit á sófann og einnig er hægt að fá hann í leðri. Þetta eru mjög vandaðir sófar og öll vinnubrögð mjög vönduð, grindin er gerð úr krossvið og besta gerð af svampi sem er kaldpressaður notaður í sætin. Það er mikil mýkt í sætunum og gormarnir gefa sig ekki.

Hvað er á teikniborðinu hjá þér núna? Ég hef verið að teikna húsgögn fyrir Bólstursmiðjuna ásamt öðrum sérverkefnum. Ég teikna til dæmis fundarborð fyrir ráðstefnur.

Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég held ákaflega mikið upp á Jörgen Kastholm sem er danskur hönnuður og teiknaði mikið húsgögn fyrir stofnanir.

Þessir gömlu, Hans Wegner, Børge Mogensen og Arne Jacobsen voru líka allir frábærir hönnuðir.

 

Kökuhnífurinn Magisso

Það hefur sjaldan verið jafn auðvelt að skera köku og með Magisso kökuhnífnum.

Kökuhnífurinn er hannaður af hinni finnsku Maria Kivijarvi og hlaut hin virtu reddot hönnunarverðlun árið 2010. Hnífurinn sem er fallega hannaður og notagóður er skemmtileg tækifærisgjöf, og það er jafnvel hægt að láta grafa í stálhnífinn kveðju eða skemmtileg orð.

Berum við jú ekki mörg matarást til einhvers…

 

 

 

Hnífurinn kemur líka í nokkrum hressandi litum, grænum, fjólubláum, hvítum og svörtum.
Flott í veisluna!