Erik Bagger – Magic vase

Magic vase er ný vara frá Erik Bagger, en það er blómavasi sem er í raun tveir vasar í einum. Önnur hlið vasans hentar vel undir blómvendi en hin hliðin undir minni blóm, orkideur í pott eða jafnvel skart.

Erik Bagger er lærður gullsmiður og hefur hann starfað fyrir fyrirtæki á borð við Georg Jensen, Rosendahl og Royal Copenhagen. Erik Bagger hefur mikla reynslu úr bransanum og stofnaði hann fyrirtæki sitt ‘Erik Bagger’ árið 2003 ásamt Frederik Brønnum.

Hönnun Erik Bagger einkennist af lífrænum formum og skandinavískum glæsileika. Hans hönnunarsýn er að hanna klassískar vörur fyrir framtíðina, sem fólk geti enn notið eftir mörg ár.