SEBRA FYRIR KRAKKANA

Sebra Interior er danskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi. Fyrirtækið var stofnað af Miu Dela árið 2004, en þá var hún einmitt að innrétta herbergi sonar síns Gustav, og fannst henni ekki vera til nógu gott úrval af gæða húsgögnum sérhönnuðum fyrir börn. Í dag eru alls 14 hönnuðir sem hanna fyrir Sebra en samtals eiga þau 26 börn, því er hægt að segja að þau séu með puttann á púlsinum þegar kemur að góðri hönnun fyrir börn.

Sebra interior býður upp á nútímalega hönnun í fallegum litum í blandi við gott handverk. Stór partur af vöruúrvalinu er handgert úr náttúrulegum efnum eins og við, ull og bómull.
Kíktu við í Epal og skoðaðu allt úrvalið frá Sebra.