CHAIR ONE

Chair one / stóll no.1 var hannaður af Konstantin Grcic árið 2003 og er hann framleiddur á Ítalíu af Magis,  stóllinn er staflanlegur og steyptur úr áli og bíður því upp á mikla notkunarmöguleika, innandyra sem utan. Chair one er óvenjulegur í útliti, geometrískt form hans gera stólinn örlítið framtíðarlegann, en hann er þó einnig stílhreinn og er klassísk eign.

Chair one er flottur einn og sér eða í bland við aðra stóla/hönnunartákn til dæmis Sjöuna og Maurinn eftir Arne Jacobsen og klassíska Thonet stólinn. Það kemur afskaplega vel út að blanda saman nokkrum týpum og gerir valið töluvert auðveldara!