Opið fyrir umsóknir í Epal Gallerí – Jólin 2025

Opið fyrir umsóknir í Epal Gallerí yfir jólin.

Epal Gallerí er lifandi vettvangur fyrir hönnuði og listamenn til að kynna verk sín, skapa upplifun og til að styðja við fjölbreytileika í miðborginni. Yfir jólin býðst einstakt tækifæri til að nýta rýmið fyrir sýningar, pop-up viðburði eða aðrar skapandi uppákomur. Tímabilið sem um ræðir er frá miðjum nóvember og framyfir jólin.
Epal Gallerí er staðsett í hjarta miðbæjarins, á neðri hæð verslunarinnar við Laugaveg 7.

Við hvetjum íslenska hönnuði og listamenn til að sækja um rýmið yfir jólin.
Sjá allar nánari upplýsingar: www.epal.is/galleri/

 

Uppáhalds vörur Camillu hjá Humdakin

Camilla Schram, stofnandi Humdakin deilir með okkur sínum allra uppáhalds vörum sem að hennar mati er nauðsynlegt að eiga á hverju heimili.

1. Fataspreyið / 2-in1. Ég elska að nota þetta sprey á allan textíl. Ég nota það á dragtarjakkana mína, gardínurnar og jafnvel á bílsætin.
2. Lyktareyðandi handsápa / Anti smell soap. Þessi sápa er fullkomin til að hafa í eldhúsinu til að fjarlægja lykt af hvítlauk eða fiski af höndunum.
3. Andlitskremið / Facial Day Cream nota ég daglega og það gefur húðinni minni góðan raka og lætur förðunina endast.
4. Alhliðahreinsirinn / Universal Cleaner, ég veit ekki hvernig ég kæmist af án hans! Ég nota hann á allan fleti á heimilinu og ilmurinn er dásamlegur.
5. Body Lotion, þessi bjargar mér á haustin og á veturna og ég hef alltaf kremið í ferðastærð meðferðis þegar ég er á ferðalögum.

Humdakin er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar ásamt úrvali af vönduðum vörum fyrir heimilið sem hvetja okkur til að halda heimilinu okkar fallegu og snyrtilegu. Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án allra aukaefna með meðvitund um áhrif á umhverfið. Allar textílvörur eru gerðar úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi. Humdakin vöruúrval inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur, handáburði, hárvörur, glæsilegar þvottakörfur, bursta og fallega bakka úr náttúrusteini – það og svo miklu meira.

Smelltu hér til að skoða úrvalið – 

Cherry Sour – nýtt frá Lakrids Lovers

CHERRY SOUR – nýjasta LAKRIDS LOVERS útgáfan er mætt í Epal!

Sætur lakkrís hjúpaður silkimjúku hvítu súkkulaði með stökkum kornum úr sólkysstum kirsuberjum. Þessi samsetning býður upp á ljúffenga bragðsprengju sem kallar fram bernskuminningar af berjatínslu á heitum sumardögum.
Sérútgáfa í afar takmörkuðu upplagi og aðeins fáanleg í verslunum Epal og í vefverslun Epal.is!
Sérstakar Lakrids Lovers útgáfur frá Lakrids by Bülow eru aðeins framleiddar í mjög litlu upplagi og koma þær með QR kóða með könnun þar sem þú gefur þitt álit um bragð, áferð og hönnun lakkrísins. Þannig geta aðdáendur Lakrids by Bülow haft áhrif á framtíð vörunnar!

Nýtt frá Lakrids Lovers – CRISPED UP VANILLA

Takmarkað upplag – aðeins fyrir alvöru lakkrísunnendur!

CRISPED UP VANILLA er nýjasta útgáfan úr Lakrids Lovers línunni frá Lakrids by Bülow – og hún mun trylla bragðlaukana!
Mjúkur og sætur lakkrískjarni, hjúpaður silkimjúku rjómalöguðu hvítu súkkulaði með Madagaskar Bourbon vanillu og viðbættu rís. Sætur, stökkur og ómótstæðilegur – þetta er lakkrís í hæsta gæðaflokki.

Lakrids Lovers eru sérútgáfur í litlu upplagi sem einkennast oft af spennandi bragðtegundum sem lagðar eru undir alvöru lakkrísunnendur sem fá að spá fyrir um framtíðarmögleika vörunnar. Áður hafa verið framleiddar sérútgáfur Lakrids Lovers af, Lime Crackle, Salty Rasberry, Sour Strawberry, Golden Oranges og fleiri bragðtegundum sem sumar hverjar hafa fengið að verða hluti af vöruúrvali Lakrids by Bülow.
Sérstakar Lakrids Lovers útgáfur frá Lakrids by Bülow eru aðeins framleiddar í mjög litlu upplagi og koma þær með QR kóða með könnun þar sem þú gefur þitt álit um bragð, áferð og hönnun lakkrísins. Þannig geta aðdáendur Lakrids by Bülow haft áhrif á framtíð vörunnar.

Nældu þér í eintak í vefverslun Epal.is

Sekan – sængurföt úr lífrænni bómull

Vönduð og einstaklega mjúk sængurföt úr 100% GOTS vottaðri og lífrænni bómull. Allar vörur frá Sekan eru hannaðar í Danmörku og framleiddar í Portúgal úr bestu efnum sem völ er á og með tilliti til umhverfisins. Fáanleg í mildum og fallegum litum úr bæði satínbómull og percale bómull.
Kynntu þér gæðin í rúmfötununum frá Sekan í Epal Skeifunni og í vefverslun Epal.is

50 ára afmæliseintak – Form ruggustóll

Í tilefni 50 ára afmælis Epal hefur Normann Copenhagen útbúið sérstaka afmælisútgáfu af Form ruggustólnum í aðeins 5 eintökum. 50 ára afmælisútgáfa stólsins er gerð úr hnotu og heilbólstruð með hlébarðamynstruðu Kvadrat Jade ullaráklæði, sérvöldu af hönnuðinum Simon Legald, sem gefur ruggustólnum einstakt útlit.

Sjá í vefverslun Epal.

Finndu gæðin frá Kvadrat í Epal – frábært úrval af gluggatjöldum

Kvadrat was founded in Denmark in 1968 and is deeply rooted in the world-famous Scandinavian design tradition. Kvadrat is a leader in design innovation and the textile market, producing a range of designer textiles, rugs and window coverings. Visit us at Epal’s textile department and get help from a sales consultant, sight is richer in history

A beautiful bedroom by David Thulstrup, a photographer in Copenhagen.

We used Kvadrat textiles because they are simply the best. The quality cannot be surpassed and the range of colours is truly inspiring,’ David Thulstrup.

Below you can see images for inspiration showing Kvadrat curtains.

kvadrat

Eru útihúsgögnin tilbúin fyrir sumarið?

All furniture needs maintenance, and now is the right time to review your outdoor furniture.
It is important to take good care of your furniture by applying and cleaning it to keep it beautiful for a long time to come. We recommend quality maintenance products from Guardian, which are approved by our major manufacturers. In our furniture department in Epal Skeifan, you will receive professional advice on which maintenance product is right for your furniture. See in the online store 

Sumarlakkrísinn er kominn

Sumarlínan frá Lakrids by Bülow er mætt í Epal og er stútfull af ómótstæðilegum brögðum og er fullkomin gjöf fyrir hvaða sumartilefni sem er!
PINK PINEAPPLE er splunkuný bragðtegund sem þú verður að smakka! Með sætri og mjúkri lakkrísmiðju sem hjúpuð er hvítu rjómasúkkulaði með ferskum og framandi keim af ananas og að lokum umlukin brakandi bleikri sykurskel. Þessum bleika mola eru ætlaðir stórir hlutir, með glæsilega einkunn 4,5 frá Lakrids Lovers Taste Panel smakkráðinu! Pink Pineapple mun hrífa þig til suðrænnar paradísar!
LEMON er einstök blanda af söltum lakkrís og einum ferskasta ávexti úr náttúrunni, sítrónu! Mjúk lakkrísmiðjan er hjúpuð með ljúffengu hvítu súkkulaði, rjóma og vanillu til að tryggja fullkomið jafnvægi á milli þess sæta, súra og salta.
Allt saman útbúið úr bestu náttúrlegu hráefnunum og færir þér bragðið af paradís í hverjum bita og breytir hverri stund í lítið frí.
Nældu þér í sumarlakkrísinn í næstu Epal verslun. 

Suð opnar í Epal Gallerí

Listamaðurinn Markús Bjarnason opnar nýja sýningu, Suð í Epal Gallerí sem stendur yfir dagana 1.–18. maí. Verkin eru meira en málverk þar sem þau eru öll handsmíðuð með hljóðgleypi svo þau bæti einnig hljóðvist rýmisins. Verkin draga úr óæskilegum tíðnum og bæta hljómburð rýmisins á sama tíma og þau auka fagurfræði.

Í hverju verki má sjá hvítar línur sem tákna leiðir mannfólksins og litla litaða punkta sem tákna fólk í hversdagsleikanum og suðið í lífinu, hvort sem það er áreiti, upplýsingaflæði eða kvíði. Einn rauður punktur er í hverju verki og táknar hann sjálfið. Gestum er boðið að nálgast verkin, finna rauða punktinn og upplifa hvernig suðið minnkar eftir því sem þeir komast nær.

Markús Bjarnason, sem útskrifaðist með gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, hefur á undanförnum árum þróað einstaka röð hljóðdempandi listaverka þar sem fagurfræði og virkni mætast.

Verið velkomin á sýninguna Suð í Epal Gallerí, Laugavegi 7.