HönnunarMars : Morra

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Morra er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars og sýnir nýjar vörur. 

Fyrsta lína Morra kom út fyrir jól og samanstóð af silkislæðum með myndskreytingum úr íslenskri flóru. Hið alþjóðlega „blómaprent“ var heimfært með því að nota íslensk smáblóm í bland við harðeskjulegar jurtir og slæðinga sem mynduðu skrautlega blómasveiga. Fyrir Hönnunarmars í ár verður þetta myndmál þróað áfram í prentverkum í takmörkuðu upplagi sem verða sýnd ásamt slæðunum.

Signý Þórhallsdóttir er hönnuðurinn á bakvið Morra. Signý útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 og hefur síðan þá unnið hjá ýmsum hönnuðum í London, þ.á.m. Vivienne Westwood, þar sem hún starfaði í þrjú ár við að hanna fatnað og munstur. Signý leitast við að starfa á mörkum fata-og prenthönnunar, og vinnur nú að eigin verkefnum á Íslandi, þar sem hún sækir innblástur í mynd- og nytjalist, tískusögu og íslenska náttúru.

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars.

HönnunarMars: ANNA THORUNN

HönnunarMars hefst í Epal í dag með opnunarhófi á milli kl. 17 – 19. Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.

ANNA THORUNN er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars og sýnir nýjar vörur – 

Ottobre

Hugmyndin af sófaborðinu Ottobre kemur frá skúlptúrum í allri sinn mynd.

Hugsunin að hafa efni fyrir framan sig sem hægt er að vinna með og gera að sínu jafnvel tvinna saman ólíkum efnum með ólíkri efniskennd bæði sjómrænu og áþreifanlegu hljómar afar spennandi.

Efnin tvö sem eru notuð er í Ottobre er spegill sem virkar eins og fljótandi efni sem drekkur í sig umhverfið og hvern einasta sólargeisla meðan viðurinn er stöðugur og jarðtengdur,virkar eins og massi sem enginn getur hreyft við. Einskonar ying og yang.

Bliss

Formið á Bliss er mjúkt og áreynslulaust en kúlu formið hefur ávallt heillað mig. Í æsku eignaðist ég spegil með slíku formi sem hafði verið vinsæll á áttunda áratugnum en svo skemmtilega vildi til að ég rakst á hann  á flóamarkaði og einhvern veginn festis hann í huga mér og vasinn Bliss varð til. Vasinn er nútímalegur með smá yfirbragð áttunda áratugarins sem gefur hverju rými aukna gleði og hamingju. Hver er þín hamingja?

Kimati 

Hugmyndin af Kimati kemur út frá vöntun á fallegri, tímalausri og praktískri hirslu fyrir eyrnalokka. Með Kimati er auðvelt að halda skipulagi á eyrnalokkunum og þannig geta gengið að þeim vísum. Fyrir þægindi er spegill í loki hirslunnar sem auðveldar að setja lokkana á sig.

 

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal dagana 28. – 31. mars.

HönnunarMars : Íklædd arkitektúr

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun.
Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Sýningin í Epal opnar miðvikudaginn 27. mars kl. 17:00 – 19:00.

Nemendur á þriðja ári í fatahönnun verða með spennandi sýningu og gjörning hér á opnun HönnunarMars sem kallast „Íklædd arkitektúr“ og er undir stjórn Katrínar Káradóttur og Dainius Bendikas. Verkin eru unnin upp úr efnum af gömlum lager Epal frá textílframleiðandanum Kvadrat, sem eru á mörkum arkitektúrs og fatahönnunar.

Innsetningin Íklædd arkitektúr er samstarfsverkefni 3. árs nema í fatahönnun og 1. árs nema á alþjóðlegri samtímadansbraut. 

Í verkefninu Íklædd arkitektúr var lögð áhersla á að dýpka skilning og þekkingu fatahönnunarnema á faginu. Innblásturs var leitað frá hinu virta fyrirtæki Kvadrat sem framleiðir fyrst og fremst textíl til innanhúsnotkunar. Unnið var í samstarfi við Epal og gaf fyrirtækið nemendum 100 m af efnum af eldri lager gardínuefna danska textílframleiðandans sem þekktur er um allan heim fyrir framúrskarandi hönnun og gæði í framleiðslu. 

Fatahönnunarnemar kynntu afrakstur námskeiðsins fyrir dansnemum, sýndu hönnunarverk og gáfu þeim innsýn inn í rannsóknarvinnu sína. Dansnemarnir unnu svo nokkra ördansa út frá þremur verkum, með tilliti til forms, efnis og hreyfieiginleika hvers þeirra.

Afrakstur verkefnisins verður sýndur í heild sinni á opnun sýningar Epal á HönnunarMars.

Nemendur í fatahönnun: Sigmundur Páll Freysteinsson, Kristín Áskelsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir,Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson, Julie Mölgard Jensen, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Þ. Sunneva Elfarsdóttir 

Nemendur í samtímadansi undir leiðsögn Ásgeirs Helga Magnússonar: Bjartey Elín Hauksdóttir, Mathilde Mensink, Mira Jochimsen.

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal dagana 28. – 31. mars.

HönnunarMars í Epal Skeifunni dagana 28. – 31. mars

Á HönnunarMars í Epal verður til sýnis úrval af áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis.

„Við höfum alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars og í ár viljum við vekja athygli á alþjóðlega viðurkenndri íslenskri hönnun, því oft gerum við okkur ekki grein fyrir því hversu víða íslensk hönnun berst,“ segir Eyjólfur Pálsson, stofnandi og eigandi Epal. Sýningin í Epal opnar miðvikudaginn 27. mars kl. 17:00.

Heimsfrumsýning á nýjum lunda


Á sýningunni verða vel á annan tug hönnuða en þar verður jafnframt heimsfrumsýning á nýjum fugli eftir Sigurjón Pálsson, lunda sem framleiddur er af Normann Copenhagen.
„Það er mikill heiður að fá að frumsýna lundan, sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eyjólfur og bendir á að það sé í raun merkilegt hversu margir íslenskir hönnuðir hafa starfað og starfi hjá þekktustu og virtustu hönnunarfyrirtækjum heims: „Ég get nefnt sem dæmi að Hlynur V. Atlason, sem starfar í New York, hannaði nýverið glæsilega vörulínu fyrir ercol og feðginin Kolbrún Leósdóttir og Leó Jóhannsson, sem búa í Stokkhólmi, hanna fyrir Skipper Furniture í Danmörku og Guðmundur Lúðvík hannar fyrir Fredericia Furniture í Kaupmannahöfn. Það er nær óþarfi að kynna Siggu Heimis en hún er nú að hanna fallega hjartaspegla og fer allur ágóði af sölu þeirra til Sjónarhóls.“

 

„Íklædd arkitektúr“

Í Epal verður einnig til sýnis nemendasýning 3. árs fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands „Íklædd arkitektúr“ undir stjórn Katrínar Káradóttir og Dainius Bendikas.

Innsetningin Íklædd arkitektúr er samstarfsverkefni 3. árs nema í fatahönnun og 1. árs nema á alþjóðlegri samtímadansbraut. 

Í verkefninu Íklædd arkitektúr var lögð áhersla á að dýpka skilning og þekkingu fatahönnunarnema á faginu. Innblásturs var leitað frá hinu virta fyrirtæki Kvadrat sem framleiðir fyrst og fremst textíl til innanhúsnotkunar. Unnið var í samstarfi við Epal og gaf fyrirtækið nemendum 100 m af efnum af eldri lager gardínuefna danska textílframleiðandans sem þekktur er um allan heim fyrir framúrskarandi hönnun og gæði í framleiðslu. 

Fatahönnunarnemar kynntu afrakstur námskeiðsins fyrir dansnemum, sýndu hönnunarverk og gáfu þeim innsýn inn í rannsóknarvinnu sína. Dansnemarnir unnu svo nokkra ördansa út frá þremur verkum, með tilliti til forms, efnis og hreyfieiginleika hvers þeirra.

Afrakstur verkefnisins verður sýndur í heild sinni á opnun sýningar Epal á HönnunarMars. Gjörningurinn stendur í um 30 mínútur og verður sýndur tvisvar meðan á opnuninni stendur.

Nemendur í fatahönnun: Sigmundur Páll Freysteinsson, Kristín Áskelsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir,Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson, Julie Mölgard Jensen, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Þ. Sunneva Elfarsdóttir 

Nemendur í samtímadansi undir leiðsögn Ásgeirs Helga Magnússonar: Bjartey Elín Hauksdóttir, Mathilde Mensink, Mira Jochimsen

 

Hönnunarmars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars 2019.
Opnunarhóf miðvikudaginn 27. mars kl. 17–19. Allir velkomnir.

100 ára fæðingarafmæli Sveins Kjarvals

Í tilefni af því að eitthundrað ár eru liðin frá fæðingu Sveins Kjarvals miðvikudaginn 20. mars nk. mun Dr. Arndís S. Árnadóttir flytja fyrirlestur um verk hans og störf. Fyrirlesturinn fer fram í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56 kl. 20 en Sveinn hannaði meðal annars kirkjubekkina í þessa fallegu kirkju.

Sveinn Kjarval (1919 – 1981) var sannkallaður frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun á Íslandi. Hann hannaði innréttingar fyrir Þjóðminjasafnið, bókasafnið á Bessastöðum, veitingahúsið Naustið og kaffistofuna Tröð svo eitthvað sé nefnt auk fjölda vandaðra húsgagna sem enn í dag eru eftirsótt. Hönnunarsafn Íslands á um fimmtíu muni eftir Svein og mun standa fyrir sýningu á ævistarfi hans seinna á árinu.

Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 20. mars kl. 20.00 og er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Nýir og glæsilegir Múmín bollar bætast í safnið

Við kynnum glæsilega nýja línu af Múmínborðbúnaði sem myndskreyttur er með sögunni um ósýnilega barnið Ninny annars vegar og Múmínsnáðanum hins vegar. Ninny kemur fram í smásögunni The Invisible Child, sem er hluti af sögusafninu Tales from Moominvalley eftir Tove Jansson og var fyrst gefið út árið 1962. Myndefnið af Múmínsnáðanum er úr myndasögu sem kallast Moomin and the Martians og er frá árinu 1957.

Báðar línurnar innihalda krús, skál og disk, en ein Evra af hverjum seldum Ninny eða Múmínsnáðabolla hér á landi árið 2019 mun renna til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Sögur um mikilvægi umhyggjunnar

Í sögu Tove Jansson um ósýnilega barnið fær Múmínfjölskyldan gest í heimsókn, hana Ninny litlu. Ninny varð ósýnileg þar sem hún var svo hrædd við fyrrum umsjónaraðila sinn sem kom mjög illa fram við hana. Hún þorir ekki að tala, leika sér eða hlæja. Einu hljóðin sem koma frá henni eru í bjöllu á hálsinum á henni.

Múmínfjölskyldan býður stúlkunni inn á heimilið sitt og hugsar vel um hana þannig að Ninny fer smám saman að fá sjálfstraustið til baka og verða meira og meira sýnileg. Fljótlega sjá þau litlar tær birtast í stiganum og svo í kjölfarið fótleggina. Dagarnir líða og enn eru þau ekki farin að sjá andlit hennar.

Múmínsnáðinn forvitni og hugulsami reynir allt sem hann getur til að hjálpa Ninny. Hann hvetur hana áfram og reynir að kenna henni alla leiki sem hann kann. Smám saman fer litla andlitið hennar að birtast þegar hún fær hugrekki til að tjá tilfinningar sínar.

Myndefnið í sögunni um Múmínsnáðann fjallar um Marsbúa sem er týndur. Múmínfjölskyldan heyrir viðvörun í útvarpinu um fljúgandi fyrirbæri sem nálgast jörðina og skyndilega lendir það í eldhúsgarði Múmínmömmu. Múmínsnáðinn ákveður að fela Marsbúann sem leitað er að, en meira að segja lögreglan er farin að leita að honum. Í sögunni tala Marsbúinn og Múmínsnáðin saman í gegnum einhverskonar galdrakassa.

Ein Evra af hverjum seldum bolla til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi

Framleiðandi Múmínborðbúnaðarins, Arabia, hefur ákveðið að ein evra af hverjum seldum Ninny eða Múmínsnáða bolla sem seldur verður árið 2019 muni renna til starfsemi Save the Children samtakanna á Íslandi, Finnlandi, Svíðþjóð, Danmörku og Noregi. Herferðinni er ætlað að styðja við réttindi og velferð barna. Ein evra af hverjum seldum bolla hér á landi á árinu mun því renna til Barnaheilla– Save the Children á Íslandi.

Ninny er ein af þeim Múmín persónum sem mest hefur verið óskað eftir að fái sína vörulínu. Sagan um barnið sem hefur verið misþyrmt á enn jafn vel við og er enn jafn áhrifamikil og þegar hún var skrifuð. Það er sérstök ástæða fyrir því að Ninny línan var sett á markað í ár, en samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna verður 30 ára á árinu.

Færsla – Ásbjörn Ólafsson heildssala.