MATT PUGH

Breski hönnuðurinn Matt Pugh hannar og framleiðir húsgögn og smáhluti fyrir heimilið. Með það að leiðarljósi að hlutirnir eigi að endast lengur en heila lífstíð vinnur hann aðeins með náttúruleg og umhverfisvæn efni. Hönnun hans er tímalaus og einföld en þó með skemmtilegum smáatriðum og litum. Uglurnar frá Matt Pugh voru að koma í Epal og eru þær flottar stakar eða margar í hóp. 

Tímalaus, handgerð og falleg hönnun fyrir heimilið.