IITTALA & ISSEY MIYAKE

Við vorum að fá glæsilega línu Iittala í samstarfi við heimsþekkta japanska tískuhönnuðinn Issey Miyake. Línan inniheldur fallegt hágæða keramík, glermuni og heimilistextíl. Textílvörurnar eru einstakar fyrir þann eiginleika sinn að hafa „minni“ sem veldur því að textíllinn fellur alltaf í sömu brotin og má þar nefna tauservíettur og borðskraut.

Fylgið Epal endilega á samfélagsmiðlunum Snapchat & Instagram : epaldesign

Sjón er sögu ríkari, 
iittala-x-issey-miyake-fbskrmklipp-2016-02-02-18-10-46-1024x723 skrmklipp-2016-02-02-18-40-09-1024x767Screen_20Shot_202016-02-09_20at_203.00.56_20PM.0.png IMG_4561 IMG_4530 iittala-x-issey-miyake iittala-x-issey-miyake-launch-stockholm-design-fair-2016_dezeen_sqa iittala-x-issey-miyake-launch-stockholm-design-fair-2016_dezeen_1568_9 iittala-x-issey-miyake-launch-stockholm-design-fair-2016_dezeen_936_9 Iittala-X-Issey-Miyake-Home-Collection-1 collaboration_2

 

DESIGN LETTERS INNBLÁSTUR

Design Letters er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2009 og framleiðir vörur fyrir heimilið sem skreyttar eru leturgerð Arne Jacobsen sem hann teiknaði árið 1937. Vörulína Design Letters nýtur mikilla vinsælda og er sífellt að bætast við vöruúrvalið spennandi og vandaðar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi.

Vörulínan inniheldur vinsælu postulín stafabollana sem einnig fást úr melamíni fyrir börnin, skálar, ílát, blómavasar, kubbar, skrifblokkir, vatnsflöskur og margt fleira sem er tilvalið í gjafir.
June 6_2016_SoMe1 June 6_2016_SoMe2 June 6_2016_SoMe3 June 6_2016_SoMe4 June 6_2016_SoMe5 June 6_2016_SoMe6

Design Letters vörurnar fást einnig í vefverslun Epal, sjá hér – 

EVA SOLO : MY FLAVOUR

MyFlavour karöflurnar frá Eva Solo eru alveg einstaklega flottar! Bættu við á auðveldan hátt ávöxtum, grænmeti eða kryddjurtum við vatnið og njóttu. Í karöflunni er teinn sem heldur innihaldsefnum á sínum stað og fara þau því ekki í glasið þegar hellt er úr. Jafnvel lítil ber eða fræ verða eftir í karöflunni vegna innbygðs sigtis í lokinu sem síðan er auðvelt að fjarlægja og þrífa.

Ef þú kýst vatnið þitt alveg hreint þá er einfalt að fjarlægja teininn og fylla karöfluna með vatni.

MyFlavour er aðeins ein af fjölmörgum flottum karöflum sem við eigum til hjá okkur, kíktu við á úrvalið!

Verð: 6.950 kr.-

567483_MyFlavour_StepByStep Eva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-Situation-exotic-water-1 Eva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-Situation-green-power Eva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-Situation-pink-summer Eva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-Situation-purble-rain Eva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-Situation-yellow-lemonadeEva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-gefuellt-mit-Wasser-und-GurkeEva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-FunktionEva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-offen

SUMARVÖRUR Í EPAL

Sólin lætur vonandi sjá sig á næstu dögum og er því tilvalið að græja pallinn og hafa það huggulegt úti. Við eigum til falleg útihúsgögn ásamt frábæru úrvali af karöflum og tilheyrandi til að eiga góða stund úti.
ska0215_1_1

Sumartilboð á útihúsgögnum frá Skagerak!
Bekkur tekk 150 cm -108.000 kr.
Stóll tekk x2 -117.600 kr.
Borð tekk 140×78 cm -118.000 kr.
Heildarverð: 343.600 kr.
MyFlavour2

My Flavour karöflurnar frá Eva Solo eru alveg frábærlega hannaðar. Auðvelt að bragðbæta vatnið og þar fyrir utan hvað drykkurinn verður girnilegur og sumarlegur.
6.950 kr.

cool-wine-decanter-797341Snilldar vínkælistandur og karafla frá Eva Solo. Tilvalið fyrir veisluna eða á huggulegu sumarkvöldi á pallinn. 13.900 kr.

skagerak-norr-trayFallegur stór framreiðslu viðarbakki frá Skagerak.
Skagerak-Norr-Paper-Towel-Holder-Ambienten-02

Skagerak er með frábært úrval af fallegum vörum úr við.

Vertu velkomin/ í heimsókn og sjáðu úrvalið – 

TILTEKT Í EPAL SKEIFUNNI

Verið velkomin á tiltekt í verslun okkar í Epal Skeifunni. Fortiltektin hefst í dag, miðvikudaginn 25.maí á milli kl.18:00-20:00. Hér að neðan má sjá brot af úrvalinu sem í boði verður, allt frá 15-70% afsláttur.
Fylgist einnig með okkur á Snapchat þar sem sjá má á bakvið tjöldin: epaldesign.
Ath. verslunin verður lokuð á milli 16-18 í dag.
6021_tablo_table_group_300dpi

Vinsælu Tablo borðin frá Normann Copenhagen verða á 30% afslætti í nokkrum litum og stærðum.
Stórt: 53.130 kr.
Lítil: 29.750 kr.
5741093423-2Doo Wop frá Louis Poulsen í ýmsum litum.
Verð áður: 59.800 kr. verð nú: 41.860 kr. 
Joseph-Joseph-100-Elevate

Joseph Joseph áhaldasett, frábær hönnun frá einu af okkar uppáhalds merki.
Verð áður: 19.650 kr. verð nú: 9.825 kr.
Photographer Karl Petersson

Lítið „slasaðir“ Krummar frá Ihanna home á 50% afslætti.
Verð lítill. 2.500 kr. og stór 2.900 kr.

media-18021852-lp-5-nye-farver038

PH50 með glossáferð verður á 25% afslætti.
Verð áður 126.000 kr. verð nú: 94.500 kr.condesa-chair-black-handmade-black-frame

Condesa stóllinn er frábær og hentar jafnt inni sem úti.
Verð: 71.040 kr. með 30% afslætti .
Hay-About-A-Stool_03

HAY about a stool, barstólar -grá seta og sápubornar eikarfætur. Takmarkað magn.
Verð 32.625 kr. með afslætti.

iittala-aalto-rain-vases-40Iittala rain vasar á 50% afslætti nokkrar stærðir.
Verð áður frá 13.950 -19.600 kr.
Verð nú 6.975 -9.800 kr.

tiltekt2016 2

 

AFMÆLISTILBOÐ – J39 STÓLL BØRGE MOGENSEN

Fallegi viðarstóllinn J39 er meðal þekktustu dönsku stólahönnunarinnar, en stóllinn var hannaður árið 1947 af Børge Mogensen. Vegna þess hve stóllinn er einfaldur í hönnun sinni og vegna fjölhæfni í notkun fékk hann fljótlega viðurnefnið „stóll fólksins“ og hefur verið afar vinsæll meðal hönnunarunnenda.

Í tilefni 40 ára afmæli Epal bjóðum við upp á J39 stólinn á sérstöku afmælistilboði og kostar hann núna aðeins 64.500 kr, en kostaði áður 96.500 kr.

J39-BM-katalog-15_72


afm-J-39

Hér að neðan má sjá fleiri spennandi afmælistilboð sem eru í gangi,

 

 

afm-Ystóll afm-Poeten afmBorgeNo1 2

GLÆSILEGAR MOTTUR FRÁ LINIE DESIGN Á FRÁBÆRU VERÐI

Við vorum að fá nýja sendingu af handgerðum mottum frá danska hönnunarmerkinu Linie Design sem eru á alveg hreint frábæru verði. Motturnar sem um ræðir eru röndóttar og einstaklega smart og fást þær í þremur litaútgáfum, svart-hvítar, gráar og beige litaðar. Verð frá 25.800 kr. 

Linie Design er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 1980 og sérhæfir sig í hönnun, þróun og heildsölu á handgerðum mottum úr hágæða efnum. Í dag er Linie Design stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Norður-Evrópu.

Linie Design vinna mikið með hefðir, bæði þegar kemur að norrænni hönnun en einnig þegar kemur að einstöku handverki. Allar motturnar eru hannaðar af hæfileikaríkum Skandinavískum hönnuðum og handgerðar af Indverskum handverksmeisturum sem hafa fullkomnað sitt handverk í gegnum margar kynslóðir.

linie

Röndóttar mottur hafa notið mikilla vinsælda undanfarið og eigum við von á að röndóttur Linie Design motturnar rjúki út.

891104_a linie2

Hér að neðan má sjá brot af úrvalinu frá Linie Design. Við bendum þó á að þær eru ekki á sama verði og motturnar að ofan. Við bjóðum upp á gott úrval af mottum frá Linie Design og einnig er hægt að sérpanta. Allt úrvalið má sjá á vefsíðu þeirra liniedesign.com ásamt því að hægt er að skoða gott úrval í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni 6.

254105_a 481106_a 970215_a combination_yellow_image-N