VÆNTANLEGT: DAILY FICTION

Frábærar fréttir fyrir hönnunarunnendur! Daily fiction er splunkuný og spennandi vörulína frá vinum okkar hjá Normann Copenhagen sem við bíðum spennt eftir að fá til okkar í Epal. Normann Copenhagen í samstarfi við hina rómuðu hönnunarstofu Femmes Régionales hafa hannað línu af litlum “dagsdaglegum” hlutum sem hægt er að raða saman á endalausa vegu. Í línunni má finna fleiri en 200 spennandi smáhluti svosem stílabækur, gjafapappír, límmiða, yddara, skæri ásamt allskyns skriffærum og fleiru.

Daily fiction er eins og nammibúð fyrir fullorðna, fallegar litasamsetningar og mynstur einkenna línuna sem er sælgæti fyrir augun.

Meðfylgjandi eru myndir úr flaggskipsverslun Normann Copenhagen í Kaupmannahöfn.

7884F3B217E04C4A83CA9294E91ADE5A.ashx4461F0D6B2F14A41ADB858136BB35566.ashx combo1.ashx Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_06.ashx Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_07.ashx