Opið fyrir umsóknir í Epal Gallerí – Jólin 2025

Opið fyrir umsóknir í Epal Gallerí yfir jólin.

Epal Gallerí er lifandi vettvangur fyrir hönnuði og listamenn til að kynna verk sín, skapa upplifun og til að styðja við fjölbreytileika í miðborginni. Yfir jólin býðst einstakt tækifæri til að nýta rýmið fyrir sýningar, pop-up viðburði eða aðrar skapandi uppákomur. Tímabilið sem um ræðir er frá miðjum nóvember og framyfir jólin.
Epal Gallerí er staðsett í hjarta miðbæjarins, á neðri hæð verslunarinnar við Laugaveg 7.

Við hvetjum íslenska hönnuði og listamenn til að sækja um rýmið yfir jólin.
Sjá allar nánari upplýsingar: www.epal.is/galleri/

 

Uppáhalds vörur Camillu hjá Humdakin

Camilla Schram, stofnandi Humdakin deilir með okkur sínum allra uppáhalds vörum sem að hennar mati er nauðsynlegt að eiga á hverju heimili.

1. Fataspreyið / 2-in1. Ég elska að nota þetta sprey á allan textíl. Ég nota það á dragtarjakkana mína, gardínurnar og jafnvel á bílsætin.
2. Lyktareyðandi handsápa / Anti smell soap. Þessi sápa er fullkomin til að hafa í eldhúsinu til að fjarlægja lykt af hvítlauk eða fiski af höndunum.
3. Andlitskremið / Facial Day Cream nota ég daglega og það gefur húðinni minni góðan raka og lætur förðunina endast.
4. Alhliðahreinsirinn / Universal Cleaner, ég veit ekki hvernig ég kæmist af án hans! Ég nota hann á allan fleti á heimilinu og ilmurinn er dásamlegur.
5. Body Lotion, þessi bjargar mér á haustin og á veturna og ég hef alltaf kremið í ferðastærð meðferðis þegar ég er á ferðalögum.

Humdakin er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar ásamt úrvali af vönduðum vörum fyrir heimilið sem hvetja okkur til að halda heimilinu okkar fallegu og snyrtilegu. Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án allra aukaefna með meðvitund um áhrif á umhverfið. Allar textílvörur eru gerðar úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi. Humdakin vöruúrval inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur, handáburði, hárvörur, glæsilegar þvottakörfur, bursta og fallega bakka úr náttúrusteini – það og svo miklu meira.

Smelltu hér til að skoða úrvalið –