Aðventan í Epal Skeifunni : Gestabakari, kynning & dekkað borð // 7. – 8. desember

Jólaandinn svífur yfir í desember í Epal Skeifunni. 

Við fáum til okkar fagurkera sem munu dekka smekkleg jólaborð í hverri viku ásamt því að baka dýrindis sortir í nýja VIPP eldhúsinu okkar. 

Kíkið við og fáið góðar hugmyndir að skreytingum, jólagjafahugmyndum ásamt dýrindis smakki. 

Föstudaginn 7. desember verður Kristín Björk Þorvaldsdóttir stödd hjá okkur í VIPP eldhúsinu. Kristín er flugfreyja hjá Icelandair og er þekkt fyrir sitt fagra bros, húmor og lífsgleði. Hún er einstaklega fær í eldhúsinu og töfrar fram girnilega rétti og við getum ekki beðið eftir að fylgjast með hvað hún býður okkur upp á á föstudaginn. 

Kristín verður hjá okkur í Epal Skeifunni á milli kl. 14-16. 

Hægt er að fylgjast með Kristínu Björk á samfélagsmiðlinum Instagram @kristinbjork76

Verið hjartanlega velkomin til okkar í aðventustemmingu. 

Halla Bára Gestsdóttir dekkar einnig borð í hátíðarstíl, við hvetjum ykkur til að koma við og fá jólainnblástur. Borðið stendur uppi gestum til ánægju, dagana 7. desember – 12. desember.

Halla Bára er með BA próf í stjórnmálafræði frá HÍ og meistaragráðu í innanhússhönnun frá Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. Hún vinnur sem innanhússhönnuður og ráðgjafi að ýmsum verkefnum jafnframt því að ritstýra Home and Delicious vefsíðunni. Verkefni sem hún hefur unnið að á síðustu misserum eru endurbætur og innanhússhönnun á Hótel Höfn og innanhússhönnun á íbúðahótelinu The Swan House – Rætur Apartments.

Halla Bára hefur haldið vinsæl námskeið um innanhússhönnun sem við mælum með að áhugafólk um hönnun og heimili kynni sér nánar.

Laugardaginn 8. desember verður skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal með kynningu í Epal Skeifunni á nýrri skartgripalínu sinni Crown. Hlín verður hjá okkur á milli kl. 13-15 laugardaginn 8. desember. 

Línan er fjölbreytt og falleg, tilvalin í jólapakkana. Allt skartið er handgert á vinnustofu Hlínar og fékk hún innblástur frá kórónum og er línan þessvegna heitið Crown By Hlín Reykdal. Falleg gjöf fyrir þig og þína. 

Laugardaginn 8. desember verður svo stödd hjá okkur engin önnur en Berglind Guðmundsdóttir sem heldur úti einum vinsælasta matarvef landsins, Gulur, rauður, grænn og salt. 

Berglind er þekkt sem stofnandi og eigandi GRGS en er ásamt því hjúkrunarfræðingur og gædd þeirri lukku að vera fjögurra barna móðir. Maturinn sem hún eldar er litríkur, fjölbreyttur, fallegur, bragðgóður, hollur og næringarríkur, þó svo að hún segist að sjálfsögðu bregða einstaka sinnum útaf vananum og “sukkar smá”.

Berglind verður stödd hjá okkur á milli kl. 13- 15 og töfrar eitthvað ljúffengt fram eins og henni er einni lagið. Við hvetjum ykkur til að kíkja við hjá okkur í aðventugleðina í Epal Skeifunni.

Kærleikskúlan og jólaóróinn 2018 til styrktar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra

Kærleikskúlan og jólaóróinn 2018 eru seld í verslunum Epal.

Kærleikskúlan 2018 er seld í aðeins 15 daga í desember á hverju ári og rennur allur ágóði af sölu þess til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

Terella er sextánda Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa lagt félaginu ómetanlegt lið með því að skapa kúluna. Afraksturinn er fjölbreytt safn listaverka sem margir safna.

Kærleikskúlan er orðin hluti af íslenskri jólahefð. Hvert verk gleður augað og vekur fólk til umhugsunar, en að auki rennur allur ágóði af sölu þess til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum – eignast vini og dýrmætar minningar.

jólaóróum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fara saman íslenskur menningararfur, íslensk hönnun og ritsnilld ásamt mikilsverðu málefni. Margir fremstu hönnuðir og skáld Íslendinga hafa stutt félagið með túlkun sinni á íslensku jólasveinunum og fjölskyldu þeirra. Allur ágóði af sölu óróanna rennur til Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur.
Jólaóróinn í ár er Stekkjastaur en það er hönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir og rithöfundurinn Dagur Hjartarson sem skapa óróa ársins í sameiningu. Dögg sér um stálið en Dagur um orðin.

Sjáðu glæsilegt Vipp sýningareldhús í Epal Skeifunni

Kíktu við í Epal Skeifunni og sjáðu glæsilegt VIPP sýningareldhús. Þau verða varla mikið fallegri en þessi. VIPP eldhús eru einingareldhús sem þú parar saman fyrir þitt heimili, það eru fjórar gerðir af einingum. Eyja, eyja með sætum, veggeiningar og háar skápaeiningar. VIPP eldhús eru glæsileg, vönduð og klassísk sem endast í heila lífstíð.

Falleg jólaljós frá Le Klint

Jólaljósin frá danska hönnunarframleiðandanum Le Klint koma svo sannarlega með jólaandann inn á heimilið og gefa þau frá sér milda og fallega birtu. Jólaljósin eru sérstaklega falleg og lýsa upp skammdegið og koma þau einstaklega vel út sem jólaskraut í glugga. Við eigum ljósin til í verslun okkar í Epal Skeifunni, kíktu við og sjáðu frábært úrval af fallegum jólavörum.