Kærleikskúlan og jólaóróinn 2018 til styrktar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra

Kærleikskúlan og jólaóróinn 2018 eru seld í verslunum Epal.

Kærleikskúlan 2018 er seld í aðeins 15 daga í desember á hverju ári og rennur allur ágóði af sölu þess til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

Terella er sextánda Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa lagt félaginu ómetanlegt lið með því að skapa kúluna. Afraksturinn er fjölbreytt safn listaverka sem margir safna.

Kærleikskúlan er orðin hluti af íslenskri jólahefð. Hvert verk gleður augað og vekur fólk til umhugsunar, en að auki rennur allur ágóði af sölu þess til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum – eignast vini og dýrmætar minningar.

jólaóróum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fara saman íslenskur menningararfur, íslensk hönnun og ritsnilld ásamt mikilsverðu málefni. Margir fremstu hönnuðir og skáld Íslendinga hafa stutt félagið með túlkun sinni á íslensku jólasveinunum og fjölskyldu þeirra. Allur ágóði af sölu óróanna rennur til Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur.
Jólaóróinn í ár er Stekkjastaur en það er hönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir og rithöfundurinn Dagur Hjartarson sem skapa óróa ársins í sameiningu. Dögg sér um stálið en Dagur um orðin.