ÍSLENSK HÖNNUN: 70%

Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn Hauksdóttir hannaði borðin 70% og kynnti þau fyrr á árinu á Hönnunarmars í Epal. Borðin vöktu mikla athygli og hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir að þau kæmu í sölu. Anna Þórunn sótti innblástur sinn í gamla súkkulaðiverksmiðju eins og hún lýsir sjálf:

“Minningin um gömlu súkkulaðiverksmiðjuna í miðbænum er mér oft hugleikin og þeir dagar þegar anganinn frá framleiðslunni lagði yfir bæinn svo að maður gat allt að því bragðað á dísætu loftinu. Súkkulaðiplatan er bæði fallegt og virðulegt form sem höfðar til bragðlaukanna en ekki síður til fegurðarskyns okkar.”


Borðin eru úr gegnheilli eik.

Nýlega var einnig umfjöllun um 70% borðin í hönnunartímaritinu Milk Decoration í septembermánuði.

 

Falleg íslensk hönnun eftir Önnu Þórunni sem fæst núna í Epal.

SMEKKLEGT 67 FERMETRA HEIMILI

Á vefsíðu danska tímaritsins Bolig Magasinet má finna þetta fallega 67fm heimili sem staðsett er í Kaupmannahöfn. Þarna býr Lone Ross ásamt Kern Skinnerup og tveimur börnum sínum. Heimilið þeirra er fullt af fallegum munum og góðum hugmyndum. Njótið!

Þarna má sjá ýmsa hluti sem fást í Epal, Panthella standlampinn, Api Kaj Bojesen, Kubus kertastjakinn og púðar frá Ferm Living.

Montana hillan nýtur sín vel á heimilinu, Panton lampi í silfri, The more the merrier kertastjaki frá Muuto ásamt smáhlutahillu frá Ferm Living með fuglum frá Kristian Vedel.

Sjöurnar eru alltaf jafn klassískar.

Barnarúm frá Sebra og veggljós frá Ferm Living.

Vipp tunna í eldhúsinu og bleikt og hvítt viskastykki frá HAY.

Skipulagsbox frá HAY og Sjöan sem vinnustóll.

Náttborðið Componibili frá Kartell.

Áhugasamir geta skoðað fleiri myndir HÉR.

HEIMA HJÁ BY NORD

Nýlega hófum við sölu á fallegum vörum frá skandinavíska hönnunarmerkinu By Nord. Línan innheldur allt frá púðum, teppum, sturtuhengjum og viskastykkjum. Því finnst okkur vera tilvalið að deila með ykkur ljósmyndum frá heimili Hönnu Berzant sem er stofnandi By Nord, hún er mikil smekkkona eins og sjá má.

By Nord púðar og sófateppi í stofunni.

By Nord púðarnir eru einstaklega fallegir og prýða íslenskar ljósmyndir nokkra þeirra.

Dásamlega fallegt heimili og ennþá fallegri vörur.

Kíktu á úrvalið af By Nord vörunum hjá okkur í Epal.

HERÐUBREIÐ: ÍSLENSK HÖNNUN

Púðinn Herðubreið er er hannaður af Leópold Kristjánssyni og Steinunni Arnardóttur sem reka hönnunarfyrirtækið Markrúnu á Íslandi og í Berlín, Þýskalandi þar sem þau eru að mestu búsett.

Herðubreið er oft kölluð “Drottning íslenskra fjalla”. Hún er móbergsfjall í Ódáðahrauni á norð-austurhorni landsins. Herðubreið hefur verið innblástur margra listamanna gegnum tíðina. Líklega eru þekktust verk Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, Stórvals, sem málaði hundruðir mynda af fjallinu. Herðubreiðarverk Stórvals eru algeng stofudjásn á íslenskum heimilum.

Skemmtileg íslensk hönnun sem fæst hjá okkur í Epal.