HEIMA HJÁ BY NORD

Nýlega hófum við sölu á fallegum vörum frá skandinavíska hönnunarmerkinu By Nord. Línan innheldur allt frá púðum, teppum, sturtuhengjum og viskastykkjum. Því finnst okkur vera tilvalið að deila með ykkur ljósmyndum frá heimili Hönnu Berzant sem er stofnandi By Nord, hún er mikil smekkkona eins og sjá má.

By Nord púðar og sófateppi í stofunni.

By Nord púðarnir eru einstaklega fallegir og prýða íslenskar ljósmyndir nokkra þeirra.

Dásamlega fallegt heimili og ennþá fallegri vörur.

Kíktu á úrvalið af By Nord vörunum hjá okkur í Epal.