LJÓSANNÁLL PLAKAT: EITT ÁR AF LJÓSI FRÁ I-LIGHT

I-light.is eða eitt ár af ljósi hófst af einskærri forvitni. Halldór Steinn Steinsen lýsingarhönnuður hafði áhuga á því að fanga Íslenska dagsljósið á kerfisbundinn hátt og miðla því með einhverjum hætti inní hið byggða umhverfi með vöru eða þjónustu. Sumarsólstöður, vetrarsólstöður, haust og vorjafndægur marka þáttaskil innan ársins í dagsljósi. Ljósmyndir voru teknar frá sólarupprás til sólarlags með kerfisbundnum hætti yfir allan daginn. Úr þessu ferli kom aragrúi ljósmynda sem nú hefur verið tekinn saman í geometrískt munstur sem þú getur keypt og notið. Munstið er skipulagt sem fjórar lóðréttar línur, lengst til vinstri er mars frá sólarupprás til sólarlags, næst kemur júní, síðan september og loks desember. Með þessum hætti er hægt að sjá heilt ár af íslensku dagsljósi í einni mynd.

Plakatið er hannað af Einari Gylfasyni, grafískum hönnuði á Leynivopninu

Við mælum með því að horfa á fallegt video frá I-light þar sem farið er yfir innblásturinn á bakvið verkið, sjá hér. 

Halldór Steinn Steinsen. MBA, M.Sc. er menntaður lýsingarhönnuður frá KTH í Svíþjóð. Hann hefur rekið eigið fyrirtæki um árabil og sinnir ljóshugðarefnum í hjáverkum. Hann starfaði fyrir Ljóstæknifélag Íslands í hlutastarfi um 4 ára skeið þar af sem formaður í 2 ár.

Ljósannáll plakatið fæst núna í Epal.

12308636_1685820285008680_5859808353422419031_n 12345615_1685816888342353_5174807931723443022_n 12348084_1685804505010258_1325787425209313508_n ilight_plakat_72dpi_700br