HönnunarMars : Guðmundur Lúðvík

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis.

Guðmundur Lúðvík er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Guðmundur Lúðvík hannaði húsgagnalínuna Close sem er sería af margnota borðstofu, skrifborðs og hægindarstólum sem framleiddir eru af hollenska húsgagnaframleiðandanum Arco. Close stóllinn er eins þægilegur og hann lítur út fyrir að vera og kemur í mörgum ólíkum tegundum og litum, bólstraður með textíl eða leðri og er því hægt að sérsníða samsetningu stólsins að þörfum hvers og eins.

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal.

 

ÍSLENSK HÖNNUN FRÁ ARCO : CONTOUR STÓLLINN

Hönnuðurinn Guðmundur Lúðvík hefur náð mjög langt á alþjóðlegum vettvangi og eru húsgögn eftir hann í framleiðslu eftir leiðandi framleiðslufyrirtæki svosem Erik Jorgensen, Caneline og Arco. Nýlega sýndi Guðmundur Lúðvík stólinn Contour á HönnunarMars í Epal og okkur lék forvitni á að vita meira um söguna á bakvið stólinn.

Segðu okkur aðeins frá samstarfi þínu við Arco? Arco er frábær samstarfsaðili og við höfum átt frábært samstarf hingað til. Þeir hafa lengi verið aðili sem ég hef haft stórar mætur á og því sem þeir hafa upp á að bjóða. Þeir eru þekktir fyrir einstakt handverk og stíll þeirra á mjög vel við mig á sama hátt og manneskjurnar á bak við fyrirtækið líkt mér, setja háar kröfur til alls sem þeir senda frá sér.

gudmundur_ludvik

Vörur Arco eru ekki ódýrar sem hangir saman með háum gæðum. Það hefur gert það að verkum að oft þegar þeir selja borð sem er sú vörugrúppa sem þeir eru þekktastir fyrir missa þeir af sölu á stólum í kring um borðið. Þessu óska þeir eftir að breyta og í því samhengi báðu þeir mig að koma með uppkast að stól sem gæti staðist þær háu gæðakröfur sem þeir hafa til handverks, hönnunar og þæginda, Contour er afkoma þessarar óskar. Stóllinn er hannaður með það fyrir augum að nýta nútíma framleiðslumáta án þess að missa útlit og hugmyndina um gott handverk.

Arco skrifar um stólinn á heimasíðu sinni: The Contour is as comfortable as it looks: the round backrest makes for comfortable sitting because it shapes itself around you. Its elegance flows from its beautiful simplicity.

Við erum að vinna að öðrum útgáfum með mismunandi undirstellum og hægindastóls útgáfu. Í Mílanó komum við til með að sýna stólinn með tréstelli, fjögurra arma súlustelli og fjögurra arma súlustelli á hjólum.

Eins og með flesta af mínum og Welling/Lúðvíks samstarfsaðilum vona ég að samstarfið með Arco haldi áfram langt út í framtíðina. Sjaldan hef ég fundið mig eins vel og í samvinnu með Arco.” segir Guðmundur Lúðvík.

Arco-Contour-Gudmundur_Ludvik-HiRes-01unspecified-1

Guðmundur Lúðvík Grétarsson er fæddur árið 1970 í Reykjavík. Hann hélt í framhaldsnám til Kaupmannahafnar árið 1999 og hefur verið búsettur í Danmörku síðan.

Bakgrunnur Guðmundar sameinar handverk, list og hönnun. Handverkið ólst hann upp með og vann í mörg ár sem smiður áður en leiðin lá í Myndlistaskóla Íslands þar sem nám í höggmyndlist hófst. Að lokum lá leiðin í Danish Design School þar sem formlegri menntun lauk sem húsgagnahönnuður árið 2002. Þessi vegferð hefur verið honum bæði eðlileg og rökrétt og hefur mótað hæfni hans til þess að vinna á skapandi hátt og nýta tækni- og fagurfræðilegar hliðar hönnunarfagsins.

Guðmundur Lúðvík rekur eigið stúdíó og er annar eigenda hönnunarfyrirtækisins Welling/Ludvik Industrial Design.