HönnunarMars : Guðmundur Lúðvík

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis.

Guðmundur Lúðvík er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Guðmundur Lúðvík hannaði húsgagnalínuna Close sem er sería af margnota borðstofu, skrifborðs og hægindarstólum sem framleiddir eru af hollenska húsgagnaframleiðandanum Arco. Close stóllinn er eins þægilegur og hann lítur út fyrir að vera og kemur í mörgum ólíkum tegundum og litum, bólstraður með textíl eða leðri og er því hægt að sérsníða samsetningu stólsins að þörfum hvers og eins.

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal.