Tæklaðu endurvinnsluna með flokkunartunnum frá Joseph Joseph

Það var sá tími sem öllu rusli var hent í sömu ruslafötu án umhugsunar, gömul dagblöð, tómar flöskur, matarleifar… já, allt þetta fór í sömu ruslafötuna. Með aukinni vitundarvakningu um umhverfisvernd og endurvinnslu hefur notkun á einni ruslafötu á hverju heimili orðið eitthvað sem virkar hreinlega ekki lengur.

Þessvegna hannaði breska verðlaunafyrirtækið Joseph Joseph Totem sem er margnota eldhúsruslafata sem gerir ruslaflokkun svo miklu auðveldari. Totem inniheldur nokkur hólf fyrir ólíkar tegundir af rusli. En það mikilvægasta er að Totem tekur sama pláss á eldhúsgólfinu og hefðbundin ruslafata gerir.

Totem er í raun framúrstefnulegt flokkunarkerfi sem sameinar allt heimilisrusl og endurflokkun í einni og sömu ruslafötunni. Efsta hólfið er undir almennt rusl og hægt er að fjarlægja hólfið á einfaldan hátt. Inni í lokinu er bæði loftop og kolefnissía sem hjálpar til við að koma í veg fyrir ólykt og því þarf ekki að losa hálffullan poka einungis útaf lykt. Margnota skúffa er neðst með færanlegum hólfaskiptingum sem er fullkomið til að aðskilja endurvinnsluna.

Totem kemur í nokkrum gerðum og kostar frá 29.950 kr. Hægt er að sérpanta allar ruslaföturnar í vefverslun okkar ásamt því að forpanta og skoða úrvalið í verslunum okkar í Skeifunni og Smáralind.

“Breska verðlaunafyrirtækið Joseph Joseph hannaði Totem sem er margnota eldhússruslafata sem gerir ruslaflokkun svo miklu auðveldari. Totem inniheldur nokkur hólf fyrir ólíkar tegundir af rusli. En það mikilvægasta er að Totem tekur sama pláss á eldhúsgólfinu og hefðbundnari ruslatunna gerir.”