Einstök hönnun frá Louis Poulsen – Pale Rose

Það gleður okkur að kynna til sögunnar Pale Rose línuna frá Louis Poulsen sem er alveg einstök og inniheldur glæsilegt úrval af þekktri klassískri hönnun nú í nýjum fölbleikum lit, Pale Rose. Falleg hönnunin eftir Poul Henningsen og Vilhelm Lauritzen passar fullkomlega á nútímaheimili og er hver og einn lampi framleiddur í hæsta gæðaflokki. Pale Rose frá Louis Poulsen er einstaklega falleg viðbót við heimilið sem þú munt elska um ókomin ár.

Pale Rose línan verður eingöngu til sölu hjá sérvöldum söluaðilum Louis Poulsen frá og með 1. júlí 2023. Það gleður okkur að segja frá því að Epal var sérvalið sem einn af þessum söluaðilum.

Pale Rose línan er nú fáanleg í forsölu í vefverslun Epal.is og er væntanleg í verslun okkar.

Skoðaðu Pale Rose í vefverslun Epal