Bjarni Sigurðsson – MIXMAX sýning í Epal Gallerí

Föstudaginn 30. júní opnar Pop-up sýningin MIXMAX í Epal Gallerí, Laugavegi 7 þar sem til sýnis verða bæði ný og eldri verk eftir keramíklistamanninn Bjarna Sigurðsson.
Af nýjum verkum má nefna til dæmis stór verk á gólf, vasa og kertastjaka sem bæði eru fyrir mjó kerti, kubbakerti og eru einnig vasar. Nýjar skálar á fæti og aðrar skálar ásamt stórum húsum. Ásamt þessum verkum má nefna kökudiska, skálar, vasa, bolla, glös og diskar ásamt mörgu fleiru.
Sýningin MIXMAX verður opin allt sumarið í Epal Gallerí!