STRING 2016

Núna á dögunum kom út nýr og glæsilegur bæklingur frá String sem sýnir vel allt vöruúrval þeirra ásamt því að gefa margar góðar hugmyndir að uppröðunum. String hillukerfið nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda en það var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning. Hillurnar hafa síðan þá orðið að nokkurskonar hönnunartákni en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar, hillurnar þykja afar hentugar og auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða String hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er þekktasta útgáfan String með umgjörð úr málmi ásamt litlum String Pocket vegghillum.

Núna verður einnig hægt að fá litla vasa sem hentar vel til að geyma í smáhluti og er sérstaklega sniðugt fyrir skrifborðseiningar.

String heldur áfram farsælu samstarfi sínu við einn fremsta innanhússstílista Svíþjóðar, hana Lottu Agaton og eru myndirnar því afar smekklegar eins og sjá má.

Black-String_2016_Lotta_Agaton Black-String-closeup-2016_Lotta_Agaton String_2016_Lotta_Agaton-brown-livingroom String_2016_Lotta_Agaton-concrete-bathroom String_2016_Lotta_Agaton-concrete-bedroom-shelf-styling-closeup String_2016_Lotta_Agaton-concrete-bedroom String_2016_Lotta_Agaton-concrete

Screen Shot 2016-01-18 at 13.53.18