ROYAL SYSTEM®

Royal System® hillukerfið var hannað af Poul Cadovius árið 1948. Royal System® hillukerfið er hægt að aðlaga mismunandi þörfum fólks, t.d. sem skrifborðsaðstöðu, bókasafn eða jafnvel einfalda hillu þar sem fallegir hlutir í bland við bækur fá að njóta sín. Hillurnar er hægt að fá úr gegnheilli eik eða valhnotu með festingum úr kopar eða ryðfríu stáli.

Poul Cadovius fæddist árið 1911 í Frederiksberg og menntaði hann sig upphaflega sem söðlasmiður og bólstrari. Sem húsgagnahönnuður naut Poul mikillar velgengni  og hafði mikil áhrif á danska húsgagna og -iðnhönnunarsögu. Árið 1948 hannaði hann Royal System® hillukerfið sem naut gífurlegrar vinsælda á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum, og sumir halda því jafnt fram að engin önnur dönsk húsgagnaframleiðsla hafi náð jafn miklum árangri.



Klassísk hönnun sem hefur staðist tímans tönn.