LIBRI FRÁ SWEDESE

Libri frá Swedese er flott margnota hilla sem hentar í flest rými. Hillan var hönnuð af sænska hönnuðinum Michael Bihain og hlaut hún fyrstu verðlaun ForumAID á húsgagnahönnunarsýningunni í Stokkhólmi árið 2008 sem besta nýja varan. Libri hillan er flott ein og sér uppvið vegg en einnig koma þær vel út margar raðaðar saman. Hægt er að fá Libri hilluna í svörtum eða hvítlökkuðum aski og einnig er hægt að stilla lengd hillunnar sem kemur sér vel ef gólfið er ójafnt.

Stærð hillunar er: Breidd 38 cm / Hæð 227 cm / Dýpt 29,5 cm