Klár í skólann?

Skólarnir eru að hefjast þessa dagana og hjá okkur í Epal leynast ýmsar vörur ofan í skólatöskuna eða á vinnuborðið jafnt fyrir yngri kynslóðina sem eldri. Við erum með úrval af skemmtilegum nestisboxum frá Black+Blum, LEGO, og Paul Frank, töskur frá Marimekko, bókastoðir frá Areaware og HAY, Múmín skissubækur, borðlampa og svo margt fleira.

Flott vinnuaðstaða frá STRING, borðlampi og stóll eftir Arne Jacobsen, og fugl eftir Kristian Vedel.

Ferm Living er með fallega hluti á vinnuborðið.

Bollar og krúsir frá Design Letters eru vinsælar undir t.d. penna.

Erum með úrval af sniðugum nestisboxum frá Black+Blum.

Lego nestisboxin frá Room Copenhagen hafa slegið í gegn. Flott fyrir yngri kynslóðina!

Flottur vegglímmiði frá Ferm Living.

Litríku og skemmtilegu Kaleido bakkarnir frá HAY.

 HAY er með gott úrval af hlutum sem henta vel í skólann, skipulagsmöppur, skipulagskassar, minnisbækur, fjaðrapennar og bókastoðir. Allt í flottum litasamsetningum eins og HAY er einum lagið.

Kíktu við og skoðaðu úrvalið!