NÝTT FRÁ FERM LIVING

Nýlega kynnti Ferm Living nýja vörulínu sem ber heitið MORE by Ferm Living, línan samanstendur af fallegum smáhlutum fyrir heimilið sem margir voru unnir í samstarfi við unga og upprennandi hönnuði. Gullfalleg rúmteppi, viskastykki, púðar, krúsir, hillur, klukkur og svo margt fleira. MORE by Ferm Living er væntanlegt í Epal, en þess má geta að hægt er að panta allar vörur frá Ferm Living hjá okkur í Epal. Kynntu þér heim Ferm Living á heimasíðu þeirra HÉR, sjón er sögu ríkari.


Útsalan í Epal er á fullu út helgina, allt að 70% afsláttur af útsöluvörum ásamt 15% afslætti af öllu í versluninni þar með talið Ferm Living.
Kíktu við og gerðu góð kaup.