RED DOT VERÐLAUNIN

Normann Copenhagen eru á blússandi siglingu þessa dagana en þann 1.júlí síðastliðinn tók forstjóri fyrirtækisins Poul Madsen á móti hinum virtu Red Dot hönnunarverðlaunum. Þetta árið kepptu 1865 hönnuðir og arkitektar frá 54 löndum um Red Dot verðlaunin sem er einn eftirsóttasti gæðastimpill sem hægt er að fá fyrir góða hönnun. Þetta árið unnu Normann Copenhagen ekki aðeins ein verðlaun, heldur þrjú!

“Best of best” verðlaunin hlutu Normann Copenhagen fyrir hitakönnuna Geo sem hönnuð er af Nicholai Wiig Hansen.


Einnig hlutu þeir verðlaun fyrir skemmtilegu tesíuna Tea Egg, fyrir framúrskarandi lausn á smáatriðum.

Síðast en ekki síst hlutu þeir einnig verðlaun fyrir flott skóhorn sem hönnuð eru af Nis Øllgaard.

Normann Copenhagen er selt hjá okkur í Epal.