KUBUS Í KOPAR

Kubus kertastjakann hannaði Mogens Lassen upphaflega árið 1962 og þá í svörtum lit. Danski hönnunarframleiðandinn by Lassen sem á einkarétt á allri hönnun Lassen bræðranna (s.s. Mogens Lassen og Flemming Lassen) hóf nýlega framleiðslu á klassíska Kubus stjakanum í koparlit sem hefur heldur betur slegið í gegn.

Kubus stjakinn er tilvalinn brúðkaupsgjöf.

Við viljum einnig benda á að við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hafa verið vinsæl. Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims.