PH5 LJÓSIÐ Í NÝJUM LITUM

Klassíska PH5 ljósið hannað af Poul Henningsen fyrir Louis Poulsen árið 1958 kemur nú í nýjum litum.

Ljósið er „hönnunaríkon“ og hefur það þann góða eiginleika að laga sig að mismunandi stílum hvers heimilis, en fjölmörg íslensk heimili skarta þessu fræga ljósi. Louis Poulsen kemur nú með 4 nýja liti og litasamsetningar á ljósið í takt við nútímalegar stefnur og strauma.

Við erum sérstaklega spennt fyrir þessari nýju og fersku útgáfu af PH5 ljósinu.

Hvað finnst ykkur?