SVANURINN Á TILBOÐI

Arne Jacobsen hannaði Svaninn (ásamt Egginu) upphaflega fyrir móttöku og setustofu Royal Hotel í Kaupmannahöfn í lok fimmta áratugarins. Það var stórt tækifæri fyrir Arne Jacobsen að fá að hanna alla þætti hótelsins og geta því framkvæmt kenningar sínar um samþættingu hönnunar og arkitektúrs. Svanurinn er einstaklega formfagur stóll og hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi. Svana-sófinn var hinsvegar aðeins í framleiðslu til ársins 1974, en var aftur settur í framleiðslu af Fritz Hansen árið 2000 vegna mikillar eftirspurnar. Stóllinn og sófinn í Milani áklæði eru nú á tilboði í Epal út júní.

 Stóllinn kostar á tilboðsverði í Milani áklæði 386.000 kr.
Sófinn kostar á tilboðsverði í Milani áklæði 798.000 kr.