Ertu á leið í veislu á næstunni? Þú finnur gjöfina í Epal. Hér má sjá nokkrar vinsælar gjafahugmyndir, verið hjartanlega velkomin í verslanir okkar eða kíkið í vefverslun okkar sem er opin allan sólarhringinn –
http://www.epal.is/gjafahandbok/vinsaelar-brudargjafir/

Við vorum að fá glæsilega línu Iittala í samstarfi við heimsþekkta japanska tískuhönnuðinn Issey Miyake. Línan inniheldur fallegt hágæða keramík, glermuni og heimilistextíl. Textílvörurnar eru einstakar fyrir þann eiginleika sinn að hafa „minni“ sem veldur því að textíllinn fellur alltaf í sömu brotin og má þar nefna tauservíettur og borðskraut.
Fylgið Epal endilega á samfélagsmiðlunum Snapchat & Instagram : epaldesign
Vorum að fá sumarlegar og sætar flöskur frá 24Bottles!
Flöskurnar eru margnota, umhverfisvænar og endingargóðar úr ryðfríu stáli. Góðar í ræktina, í ferðalagið, í vinnuna og í bílinn.
Verð: 2.950 kr.
/// Við minnum einnig á okkur á Snapchat & Instagram -epaldesign 
Design Letters er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2009 og framleiðir vörur fyrir heimilið sem skreyttar eru leturgerð Arne Jacobsen sem hann teiknaði árið 1937. Vörulína Design Letters nýtur mikilla vinsælda og er sífellt að bætast við vöruúrvalið spennandi og vandaðar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi.
Vörulínan inniheldur vinsælu postulín stafabollana sem einnig fást úr melamíni fyrir börnin, skálar, ílát, blómavasar, kubbar, skrifblokkir, vatnsflöskur og margt fleira sem er tilvalið í gjafir.

Design Letters vörurnar fást einnig í vefverslun Epal, sjá hér –
MyFlavour karöflurnar frá Eva Solo eru alveg einstaklega flottar! Bættu við á auðveldan hátt ávöxtum, grænmeti eða kryddjurtum við vatnið og njóttu. Í karöflunni er teinn sem heldur innihaldsefnum á sínum stað og fara þau því ekki í glasið þegar hellt er úr. Jafnvel lítil ber eða fræ verða eftir í karöflunni vegna innbygðs sigtis í lokinu sem síðan er auðvelt að fjarlægja og þrífa.
Ef þú kýst vatnið þitt alveg hreint þá er einfalt að fjarlægja teininn og fylla karöfluna með vatni.
MyFlavour er aðeins ein af fjölmörgum flottum karöflum sem við eigum til hjá okkur, kíktu við á úrvalið!
Verð: 6.950 kr.-
Sumarlakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow er kominn í Epal og hann er ljúffengur sem aldrei fyrr! Sumar, sól og sætur lakkrís með hvítu súkkulaði og ferskjubragði.
Þennan verðið þið að smakka!


Sólin lætur vonandi sjá sig á næstu dögum og er því tilvalið að græja pallinn og hafa það huggulegt úti. Við eigum til falleg útihúsgögn ásamt frábæru úrvali af karöflum og tilheyrandi til að eiga góða stund úti.

Sumartilboð á útihúsgögnum frá Skagerak!
Bekkur tekk 150 cm -108.000 kr.
Stóll tekk x2 -117.600 kr.
Borð tekk 140×78 cm -118.000 kr.
Heildarverð: 343.600 kr.

My Flavour karöflurnar frá Eva Solo eru alveg frábærlega hannaðar. Auðvelt að bragðbæta vatnið og þar fyrir utan hvað drykkurinn verður girnilegur og sumarlegur.
6.950 kr.
Snilldar vínkælistandur og karafla frá Eva Solo. Tilvalið fyrir veisluna eða á huggulegu sumarkvöldi á pallinn. 13.900 kr.
Fallegur stór framreiðslu viðarbakki frá Skagerak.

Skagerak er með frábært úrval af fallegum vörum úr við.
Verið velkomin á tiltekt í verslun okkar í Epal Skeifunni. Fortiltektin hefst í dag, miðvikudaginn 25.maí á milli kl.18:00-20:00. Hér að neðan má sjá brot af úrvalinu sem í boði verður, allt frá 15-70% afsláttur.
Fylgist einnig með okkur á Snapchat þar sem sjá má á bakvið tjöldin: epaldesign.
Ath. verslunin verður lokuð á milli 16-18 í dag.

Vinsælu Tablo borðin frá Normann Copenhagen verða á 30% afslætti í nokkrum litum og stærðum.
Stórt: 53.130 kr.
Lítil: 29.750 kr.
Doo Wop frá Louis Poulsen í ýmsum litum.
Verð áður: 59.800 kr. verð nú: 41.860 kr.

Joseph Joseph áhaldasett, frábær hönnun frá einu af okkar uppáhalds merki.
Verð áður: 19.650 kr. verð nú: 9.825 kr.

Lítið „slasaðir“ Krummar frá Ihanna home á 50% afslætti.
Verð lítill. 2.500 kr. og stór 2.900 kr.

PH50 með glossáferð verður á 25% afslætti.
Verð áður 126.000 kr. verð nú: 94.500 kr.
Condesa stóllinn er frábær og hentar jafnt inni sem úti.
Verð: 71.040 kr. með 30% afslætti .

HAY about a stool, barstólar -grá seta og sápubornar eikarfætur. Takmarkað magn.
Verð 32.625 kr. með afslætti.
Iittala rain vasar á 50% afslætti nokkrar stærðir.
Verð áður frá 13.950 -19.600 kr.
Verð nú 6.975 -9.800 kr.
Fallegi viðarstóllinn J39 er meðal þekktustu dönsku stólahönnunarinnar, en stóllinn var hannaður árið 1947 af Børge Mogensen. Vegna þess hve stóllinn er einfaldur í hönnun sinni og vegna fjölhæfni í notkun fékk hann fljótlega viðurnefnið „stóll fólksins“ og hefur verið afar vinsæll meðal hönnunarunnenda.
Í tilefni 40 ára afmæli Epal bjóðum við upp á J39 stólinn á sérstöku afmælistilboði og kostar hann núna aðeins 64.500 kr, en kostaði áður 96.500 kr.

Hér að neðan má sjá fleiri spennandi afmælistilboð sem eru í gangi,



































