Rig-Tig frá Stelton

Við kynnum fyrir ykkur nýjar vörur í Epal.

Rig-Tig er nýtt merki frá hinu ástsæla gæðamerki Stelton sem finna má inná flestum heimilum á Íslandi. Rig-Tig eru umhverfisvænar vörur á góðu verði.

Smart geymsluílát fyrir eldhúsið sem standa á bambus bakka.

Stórsniðug hönnun! Carafe cleaner gerir þér kleift að hreinsa karöflur eða vasa að innan sem hingað til hefur þótt erfitt.

Sápu og heitu vatni er hellt í karöfluna og keðjan er látin ofaní. Næsta skref er að hrista karöfluna og láta keðjuna um verkið, engar rispur bara hreint gler.

Margir nota eitt af þessum áhöldum á hverjum degi. Með þessum áhöldunum fylgir haldari með innbyggðum seglum svo auðveldlega er hægt að hengja þau upp á snyrtilegann hátt.

Multi opnari

Multi skrælari/flysjari sem bíður einnig uppá það að skrúbba ávextina og grænmetið.

Sniðugir hnífar, minni hnífurinn er bæði ávaxtahnífur og skrælari.

Flottir mælibollar fyrir baksturinn

Sniðugt bökunarform sem gerir þér kleift að baka 3 kökur á sama tíma, eða jafnvel að sameina kökuna og hafa mismunandi bragð/lit í hverju hólfi?

Nútímanlegt rúllukefli sem kemur með sílikonmottu sem auðveldar vinnuna. Á mottunni eru hringir sem hægt er að fara eftir þegar verið er að rúlla í t.d pizzu. Eftir notkun er mottan geymd inní keflinu.

Verndaðu borðið fyrir heitum pottum og pönnum. Staflanlegu hitaplattarnir koma 4 saman í pakka og eru skemmtilegt eldhússkraut þegar ekki í notkun.

Appelsínukreistari fyrir þá sem vilja nýkreistann safa á morgnanna.

Sniðugt brauðbox sem nýtist einnig sem skurðarbretti.

Hér sjáið þið bara brot af línunni. Við mælum með með að kíkja við í Epal Skeifunni og skoða úrvalið!

Nanna Ditzel og One Collection

Nýlega hóf One Collection aftur framleiðslu á hinum klassíska Dennie eftir Nönnu og Jorgen Ditzel. Þau hönnuðu stólinn árið 1956 fyrir Fritz Hansen, en stóllinn hefur aldrei áður verið framleiddur í mörgum eintökum. Dennie er mjög þægilegur hægindarstóll og eigum við hann til í 2 litum.
Nanna Ditzel sem lést árið 2006 var ein helsta hönnunarstjarna Danmerkur.
Núna hefur dóttir hennar sem ber sama nafn og stóllinn, Dennie, beðið One Collection að hefja aftur framleiðslu á þessum fallega stól sem hún sat svo oft í og lét lesa fyrir sig sögur í æsku.
Nanna Ditzel hannaði einnig flottu Trinidad stólana sem sjást hér að ofan. Trinidad stólarnir eru án efa vinsælasta hönnunin hennar og eru fyrir löngu orðnir klassísk eign á skandinavískum heimilum.

Ævintýri Tinna

Við vorum að fá fullt af nýjum vörum frá I love TinTin fyrir bæði stóra sem smáa.
Erum með flotta safngripi ásamt vörum á góðu verði eins og lyklakippur, boli, bolla og stílabækur.
Flottar lyklakippur og ýmislegt fyrir börnin.
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá Tinna aðdáendum að bíómynd um ævintýri kappans er væntanleg. Myndin kemur í sýningu í desember og er leikstýrt af sjálfum Steven Spielberg.

Joseph Joseph

Hér er enn ein snilldin frá Joseph Joseph hönnunarmerkinu sívinsæla.
Skurðabrettin eru mjög sniðug og eru þau litamerkt ásamt því að hafa litla mynd á haldfanginu til að auðvelda valið á réttu bretti. Brettin eru fyrir kjöt, fisk, grænmeti og eldaðann mat og má setja í uppþvottavél.
Brauðboxið er líka mjög sniðugt, en lokið nýtist einnig sem skurðarbretti.
Góða helgi kæru lesendur.