Opið fyrir umsóknir í Epal Gallerí – Jólin 2025

Opið fyrir umsóknir í Epal Gallerí yfir jólin.

Epal Gallerí er lifandi vettvangur fyrir hönnuði og listamenn til að kynna verk sín, skapa upplifun og til að styðja við fjölbreytileika í miðborginni. Yfir jólin býðst einstakt tækifæri til að nýta rýmið fyrir sýningar, pop-up viðburði eða aðrar skapandi uppákomur. Tímabilið sem um ræðir er frá miðjum nóvember og framyfir jólin.
Epal Gallerí er staðsett í hjarta miðbæjarins, á neðri hæð verslunarinnar við Laugaveg 7.

Við hvetjum íslenska hönnuði og listamenn til að sækja um rýmið yfir jólin.
Sjá allar nánari upplýsingar: www.epal.is/galleri/