NÝTT MÚMÍN

Galdrakarlinn fær loks sína eigin borðbúnaðarlínu …og Þöngull og Þrasi fá nýja línu!

Eftir tveggja ára hönnunarferli hefur Arabia gefið út tvær nýjar Múmín línur, Hobgoblin og Thingumy & Bob.
Hönnuðurinn, Tove Slotte byggir teikningar sínar á upprunalegum Teikningum Tove Jansson. Myndirnar sýna íbúa Múmíndals í hinum ýmsu verkefnum en bakgrunnsliturinn endurspeglar persónuleika þeirra.

Fyrsti söludagur á Íslandi er föstudagurinn 9. mars.

Galdrakarlinn, Þöngull og Þrasi

Galdrakarlinn (Hobgoblin) kemur einungis fram í bókinni Pípuhattur galdrakarlsins eftir Tove Jansson frá árinu 1948. Hann hefur nú loks fengið sinn eigin borðbúnað. Þöngull og Þrasi (Thingumy & Bob) fengu einnig nýja borðbúnaðarlínu þar sem myndefnið tengist sömu sögu.

Galdrakarlinn dularfulli býr á fjallstoppi nálægt Múmíndal. Snabbi, Múmínsnáðinn og Snúður finna pípuhatt Galdrakarlsins á fjallstoppinum. Hatturinn er ekki eins og hver annar hattur, en þegar eggjaskurni er hent ofan í hattinn þá breytist hann í ský og Múmínfígúrurnar fara á flug í skýjunum. Ævintýrið hefst á því að Galdrakarlinn kemur í Múmíndal á svarta pardusinum sínum til að leita að hinum heimsins stærsta og fallegasta rúbínstein, Konungsrúbínsteininum. Þöngull og Þrasi flýja með stóra rúbínsteininn í ferðatöskunni sinni. Rúbínsteininn er tákn um samband Þönguls og Þrasa og er það sagt endurspegla samband Tove Jansson við leikstjórann Vivicu Bandler.