Kartell Master chair

Master stóllinn frá Kartell sem hannaður er af Philippe Starck er í raun samblanda af þremur heimsfrægum stólum, það eru Sjöan eftir Arne Jacobsen, Tulip stóllinn eftir Eero Saarinen og Eiffel stóllinn eftir Charles Eames.
Hér að ofan má sjá hvernig stólunum þremur er blandað saman á snilldarlegann hátt og er stóllinn nú þegar orðinn hönnunar ‘icon’. En það er sjaldgæft að hægt sé að eignast hönnun sem að 4 frægustu hönnuðir heims hafa allir komið að?
Flottur stóll sem til er í þremur litum og er nýkominn í Epal.