Jólaborðið í Epal Skeifunni : Kári Sverriss

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Kári Sverriss ljósmyndari dekkaði upp glæsilegt jólaborð í Epal Skeifunni sem stendur til 7. desember. Kári Sverriss er mikill smekkmaður og tekur að sér ljósmyndaverkefni á alþjóðavettvangi við góðan orðstýr, ásamt því heldur hann úti vinsælum Instagram miðli @appreciate_thedetails ásamt unnusta sínum Ragnari Sigurðssyni, innanhússarkitekt. Saman vinna þeir að gerð sjónvarpsþátta um heimili og hönnun sem væntanlegir eru vorið 2022.