Jólaborðið í Epal Skeifunni : Elva Hrund

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Elva Hrund Ágústsdóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 8. desember – 14.desember. Elva Hrund er menntaður innanhússráðgjafi frá Danmörku og starfar sem stílisti og blaðamaður hjá matarvef mbl.is. Borðbúnaðurinn sem sem Elva Hrund lagði á borðið ásamt tauservíettum og gylltum ostruskálum er frá Ferm Living, glösin eru frá Frederik Bagger og gylltir kertastjakar eru frá Nordic Tales. Allt fáanlegt í Epal.