ÍSLENSK HÖNNUN: LITRÍK SKVETTA

Haukur Már Hauksson er hönnuðurinn á bakvið litríka snaga sem bera heitið Skvetta. Snagarnir eru skemmtilegir í laginu og koma í fimm litum sem hönnuðurinn kallar vatn, mjólk, súkkulaði, jarðaberjasjeik og slím. Skvetta lífgar svo sannarlega upp á rýmið, hvort sem það sé forstofan, svefnherbergið eða barnaherbergið.

image003 image004 image005 image006

 Skvetta kostar 12.500 kr.