ÍSLENSK HÖNNUN: JÓLASPILIÐ Í ÁR

Spilið Hver stal kökunni úr krúsinni? er jólaspil fyrir alla fjölskylduna sem snýst um að finna hinn alræmda kökuþjóf. Ef þú lendir hins vegar í því að vera kökuþjófurinn og halda á tómu krúsinni er um að gera að koma öllum hinum leikmönnunum sem fyrst úr leik eða þjófkenna einhvern annan með því að lauma tómu krúsinni til hans.

Spilin eru skreytt þjóðlegu bakkelsi, eins og kleinum, laufabrauði og randalínum og síðan koma líka ýmsar lummur við sögu sem breyta gangi leiksins. Leikmenn geta verið 3-7 og hver umferð tekur 1-8 mínútur svo hægt er að spila magar umferðir í röð.

Hver stal kökunni úr krúsinni? er sniðug möndlugjöf og falleg jólagjöf.

Print

Innblásturinn fyrir spilið er barnaklappleikur sem margir kannast við er hljómar svona: Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Númer þrjú stal kökunni úr krúsinni í gær. // Ha, ég? // Já, þú! // Ekki satt! // Hver þá? // Númer fimm stal kökunni úr krúsinni í gær…

Spilin_a_bordi Spilin_hvitur

 

UM HÖNNUÐINN

Embla Vigfúsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í leikjahönnun frá Danmarks Design Skole í janúar 2014. Áður lærði hún vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur unnið að mörgum ólíkum verkum, meðal annars gefið út barnabókina Loðmar árið 2010, hannað spilið WonderWars fyrir UNESCO og síðast í Hönnunarmars starfrækt veitingastaðinn Pantið Áhrifin, þar sem réttir eru pantaðir út frá áhrifum hans á líkamann

Næstu 6 daga stendur yfir söfnun á vefsíðunni Karolina Fund þar sem safnað verður fyrir prentkostnaðinum á spilinu. Við hvetjum ykkur til að styrkja þetta skemmtilega verkefni:)

Hér má finna vefsíðu söfnunarinnar.