ÍSLENSK HÖNNUN: HYLUR

Eftir fjölmargar fyrirspurnir er borðið Hylur eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur loksins komið í sölu.

Borðið var frumsýnt á Hönnunarmars fyrr á árinu og vakti það mikla athygli. Borðið státar af mjög sterkum og einföldum línum, það er úr hnotu og með hvítum borðplötum, en síðast en ekki síst leynist geymsluhólf aftast á borðplötunni sem felur allar snúrur, hleðslutæki og fjöltengi sem virðast fylgja nútíma lífi.

2014-11-04-15-05-04-1

“Það var fyrir um tveimur árum að ég byrjaði að hanna Hyl því mig vantaði sjálfri skrifborð á heimaskrifsstofuna mína sem er innaf stofunni og ég þurfti því fallegt og nett borð og ég vildi alls ekki hafa snúruflóð hangandi niður á gólf. Ég leitaði vel og lengi að hentugu borði áður en ég ákvað að ráðast í verkefnið sjálf að hanna það og láta framleiða, en það er GKS sem hefur séð um framleiðsluna og gert það mjög vel.” segir Guðrún Valdimarsdóttir um hugmyndina að borðinu.

GudrunVald_Hylur3_web

GudrunVald_Hylur4_web

 Fyrr á árinu hlaut Guðrún styrk frá Hönnunarsjóði fyrir áframhaldandi þróun og hönnunarvinnu að fleiri húsgögnum í sömu línu og Hylur og er því sagan ekki öll.GudrunVald_Hylur2_web

Einstaklega falleg íslensk hönnun sem nú fæst í Epal.