Iceland Review 60 ára – Ljósmyndasýning í Epal Gallerí

Í ár fagnar Iceland Review 60 ára afmæli tímaritsins. Fyrsti viðburðurinn í tilefni afmælisins er ljósmyndasýning í Epal Gallerí, Laugavegi 7 með nýjustu myndunum úr langri sögu blaðsins.
Sýningin opnar formlega þriðjudaginn 24. febrúar klukkan 16:00 – 18:00.
Í ágúst 1963 kom út fyrsta tölublaðið af Iceland Review. Haraldur J. Hamar leiddi metnaðarfulla ritstjórn sem vildi veita ferðalöngum, viðskiptafólki og almenningi utan Íslands innsýn í lífið hér á landi, söguna, fólkið og verðmætin sem þau sköpuðu.
Síðan þá hefur Iceland Review sagt sögur af land og þjóð í máli og myndum. Eldgos, jarðskjálftar, efnahagsundur og áföll, fyrstu skref tónlistarfólks á borð við Björk og Sigur Rós og fimm forsetar lýðveldisins hafa prýtt síður tímaritsins í gegnum tíðina.
Mynd segir meira en 1000 orð og ávallt hefur verið lögð áhersla á metnaðarfulla og vandaða ljósmyndun. Ljósmyndarar blaðsins hafa fest á filmu kraftinn í fossunum, hitann í rauðglóandi hrauni, vegalengdir hálendisins og andlit íslensku þjóðarinnar.
Á sýningunni má sjá nýjustu myndirnar úr langri sögu blaðsins í bland við eldra efni. Þó liðnir séu sex áratugir sjáum við ennþá nýja fleti á landi og þjóð.
Verið hjartanlega velkomin,
Opið alla daga frá klukkan 10:00 – 18:00.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.