„Hönnunarvara er ekki bara fallegt húsgagn eða skrautmunur“

Verðlauna­átakið „Þetta er ís­lensk hönn­un“ lýs­ir nú upp borg­ina í annað sinn, með ís­lenskri hönn­un­ar­vöru á ljósa­skilt­um um allt höfuðborg­ar­svæðið í heila viku.

„Mark­miðið með átak­inu er að vekja meðvit­und og auka virðingu fyr­ir ís­lenskri hönn­un,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Páls­son, stofn­andi Epal, en hann stend­ur að baki átak­inu sem vakti mikla at­hygli í fyrra og vann til gull­verðlauna í FÍT keppn­inni.

Viðtalið birtist hjá Mbl.is þann 16. október 2022. Skrifað af Mörtu Maríu Jónasdóttur. 

„Átakið sprett­ur af ein­lægri ástríðu minni fyr­ir hönn­un en eft­ir góðar viðtök­ur í fyrra og fjölda áskor­ana um að end­ur­taka leik­inn ákvað ég að kalla á ný eft­ir stuðningi og sam­vinnu þeirra sem hanna, fram­leiða, selja eða ein­fald­lega elska ís­lenska hönn­un og end­ur­taka leik­inn! Við feng­um verðlaunateymið hjá Brand­en­burg aft­ur til liðs við okk­ur og rétt eins og í fyrra munu aug­lýs­ing­arn­ar birt­ast á mín­útu fresti í heila viku, á alls þrjá­tíu stór­um skjám og 300 skjám í stræt­is­vagna­skýl­um.“

Ólík­ar hönn­un­ar­vör­ur – allt í kring um okk­ur

Miðstöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs var Eyj­ólfi inn­an hand­ar að út­búa lista yfir vör­ur sem end­ur­spegla þá miklu breidd sem ein­kenn­ir ís­lenska hönn­un.

„Við vilj­um vekja at­hygli á fjöl­breyti­leika hönn­un­ar og í ár voru 60 hönn­un­ar­vör­ur frá jafn­mörg­um hönnuðum og hönn­un­art­eym­um vald­ar til að til að prýða borg­ar­um­hverfið. Hönn­un­ar­vara er ekki bara fal­legt hús­gagn eða skraut­mun­ur, hönn­un­ar­vör­ur eru allt í kring­um okk­ur, frá tölvu­leikj­um til stoðtækja og kera­mík til klæða,“ seg­ir Eyj­ólf­ur en for­send­ur fyr­ir þátt­töku eru að var­an sé nú þegar í fram­leiðslu og sölu.

Eyj­ólf­ur bend­ir á að sýni­leiki skipti máli og að frum­kvæði og kaup op­in­berra aðila á hönnuðum vör­um geti skipt miklu máli fyr­ir grein­ina, eins og sjá megi í Finn­landi og Dan­mörku þar sem skýr hönn­un­ar– og inn­kaupa­stefna hef­ur leitt leiðina.

„Dan­ir leggja sem dæmi ávallt áherslu á að þeirra eig­in fram­leiðsla og hönn­un sé í fyr­ir­rúmi í stofn­un­um, bygg­ing­um, op­in­ber­um verk­efn­um og öllu kynn­ing­ar­efni, eins og í bíó­mynd­um. Þetta gera dönsk yf­ir­völd á hrein­um viðskipta­leg­um for­send­um en hönn­un er einn helsti drif­kraft­ur­inn að baki auk­inni verðmæta­sköp­un, meiri lífs­gæðum, sjálf­bærni og betra þjóðfé­lagi. Op­in­ber­ar bygg­ing­ar eru stolt þjóðar og eiga að end­ur­spegla þann fag­lega metnað sem við búum yfir, bæði hvað varðar list­muni og arki­tekt­úr en ekki síður hönn­un­ar­vör­ur,“ seg­ir Eyj­ólf­ur og seg­ir Ísland geta lært mikið af ná­grannaþjóðum hvað það varðar.