Sagan á bakvið Pedrera sófaborðið frá Gubi

Pedrera sófaborðið var hannað árið 1955 af spænska arkitektnum og hönnuðinum Barba Corsini (1916–2008), fyrir hina frægu byggingu, La Predrera í Barcelona sem hönnuð var af Antoni Gaudi.

Barba Corsini var falið árið 1953 að teikna 13 einstaklingsíbúðir í risrými Casa Milà byggingarinnar (La Predrera) sem áður hýsti vörugeymslu og þvottahús. Corsini var yfirarkitekt verkefnisins og sá um alla innanhússhönnun íbúðanna. Predrera er sagður hafa sótt innblástur sófaborðsins úr hvelfdu lofti Casa Milá byggingarinnar.

Helstu fyrirmyndir Barba Corsini voru arkitekarnir Mies van der Rohe og Frank Lloyd Wright.

Það var þó ekki fyrr en árið 2010 sem Gubi hóf framleiðslu á hönnun Corsini og var það fyrir þökk Joaquim Ruiz Millet, arkitekts og listræns stjórnanda sem heimsótti La Predrera á meðan verið var að gera íbúðirnar upp árið 1991. Þar uppgötvaði hann fegurð klassíska PD2 gólflampans sem einnig var hannaður af Corsini og bjargaði honum frá því að verða hent. Varð það upphafið af farsælu samstarfi þeirra á milli þar sem upprunarleg hönnun frá La Pedrera öðlaðist nýtt líf.

Dagana 15. október – 1. desember bjóðum við 20% afslátt af klassíska Predrera sófaborðinu / brass og svart. 

*15 okt til 1 des