HÖNNUNARMARS: INGA SÓL INGIBJARGARDÓTTIR

Inga Sól Ingibjargardóttir útskrifaðist frá TEKO – school of design and business í Danmörku árið 2012 sem húsgagna og vöruhönnuður. Sem hönnuður fær hún innblástur allt í kringum sig, hún sækir sérstaklega í Skandinavíska sögu og menningu þar sem að hún er rík af hönnun og handverki. Með hönnun sinni leitast hún við að sameina hið gamla með hinu nýja til þess að skapa vörur sem hafa bæði notagildi og fegurð.

Cubo er mjúkur púði fyrir heimilið. Hann er ekki aðeins þægilegur heldur leikur hann með skynjun. Hann virðist vera í þrívídd, sem sagt kassi, en er í raun flatur í tvívídd. Hann er til í ýmsum litum og því tilvalinn til að lífga upp á heimilið. Efnið er 100% bómull og er hver púði handgerður hér á Íslandi.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA IngaSol_Epal_cubo5 IngaSol_Epal_cubo4

 

Inga Sól Ingibjargardóttir sýnir púðann Cubo á Hönnunarmars í Epal sem hefst með opnunarpartý þann 11. mars. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.