HÖNNUNARMARS: EMBLA SIGURGEIRSDÓTTIR

Embla Sigurgeirsdóttir er keramikhönnuður sem útskrifaðist 2014 með BA(Hons)í Contemporary Applied Art frá the University of Cumbria í Englandi eftir að hafa lokið tveggja ára keramiknámi hér heima frá Myndlistarskólanum í Reykjavík.

Í haust setti hún á fót vinnustofu ásamt hópi af hönnuðum og listamönnum í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem áður var starfrækt frystihús, en engin starfsemi hafi verið í húsinu um árabil. Þar vinnur hún og leggur megináherslu á að renna verkin sín í postulín.

_MG_3106_EMBLA_

 Embla sækir innblástur að „Terra“-borðbúnaði sínum í ættland sitt og landslag þess og margbrotið samspil lita og litbrigða sem veður og birta töfra fram í fjallahringnum sem við blasir hvert sem litið er. Rákirnar í verkum hennar vísa í mótun náttúruaflanna á dölum og fjallahlíðum og glerungar hennar endurspegla svöl litbrigði náttúrunnar; formgerð hlutanna kallast á við fjölbreytileika heimaslóðanna og býður uppá endurgerð hans í uppröðun þeirra. Hver hlutur hefur mismunandi notagildi og er hægt að raða honum saman með hinum á marga vegu. Leikur er sterkur þáttur sem gengur í gegnum alla línuna og gefur eigandanum tækifæri til að finna fagurkerann í sér.

_MG_2945_EMBLA_

_MG_3005_EMBLA_ _MG_2972_EMBLA_ _MG_2966_EMBLA_ _MG_3098_EMBLA_

_MG_2934_EMBLA_

 Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.